Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 40

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N Baugur árið 2004 með umtals- verðum hagnaði. 7. apríl Helgi formaður í Seðlabankanum Helgi S. Guðmundsson hefur verið kjörinn formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands í stað Ólafs G. Einarssonar sem sagði af sér formennsku í bankaráðinu. Ólafur er hins vegar varaformaður banka- ráðsins. Helgi S. Guðmundsson var um árabil formaður banka- ráðs Landsbanka Íslands. 8. apríl Bankarnir standast álagspróf Deutsche Bank Deutsche Bank sendi frá sér athyglisverða skýrslu þar sem fram kemur að Glitnir, KB banki og Landsbankinn standist allir álagspróf sem bankinn hefur gert. Í álagsprófinu var gert ráð fyrir 20% veikingu krónunnar, 25% falli á hlutabréfamarkaði, 7% samdrætti á verðmæti skulda- bréfa og 20% samdrætti útlána. Segir í skýrslunni að eiginfjárhlut- fall hvers banka fyrir sig myndi vera meira en viðunandi. 10. apríl Marel kaupir tvö bresk fyrirtæki Marel tilkynnti þennan dag að það hefði keypt tvö bresk fyrirtæki, AEW Thurne og Delford Sortaweigh, fyrir um 13,6 milljónir punda, 1,8 milljarða íslenskra króna. AEW og Delford eru þekktust fyrir að framleiða háhraða skurðarvélar, tæki til gátvigtunar og verð- merkinga og róbóta til pökkunar matvæla. 10. apríl Hreinn Jakobsson: „Leiksoppur valdabrölts“ Morgunblaðið birti fróðlegt viðtal við Hrein Jakobsson, forstjóra Skýrr, eftir að honum var gert að láta af því starfi. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Hreinn að hann sé „leiksoppur valdabrölts“ innan Kögunar, en Skýrr er dótt- urfélag Kögunar. Dagsbrún hefur eignast 51% eignarhlut í Kögun og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð eins og reglur segja til um ef einn eða fleiri tengdir fjárfestar eignast meira en 40% í skráðu hlutafélagi. En grípum hér ofan í viðtal Morgunblaðsins við Hrein: „Ég fór ekki dult með þá skoðun mína að ég taldi það góðan kost fyrir Skýrr og önnur dótturfélög Kögunar að Síminn yrði stór Hreinn Jakobsson. hluthafi í Kögun. Skýrr og fleiri félög samstæðunnar hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf við Símann, sem hefur verið einn stærsti viðskiptavinur Kög- unar.“ „Það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki fagna komu Símans heldur bregðast við á hinn veginn og tala um að verið væri að loka þá inni. Ég minni þá á að Kögun beitti sömu aðferð og Síminn þegar þeir yfirtóku Opin kerfi, en þá þótti mönnum það ekki athugavert. Ég held að menn hafi ekki verið að hugsa til lengri tíma þegar meirihluti félagsins var seldur til Dagsbrúnar, heldur hafi skammtímasjónarmið ráðið þar mestu um,“ sagði Hreinn við Morgunblaðið. 11. apríl Árni Hauksson minnkar hlut sinn í Dagsbrún Sagt var frá því að Árni Hauks- son, stjórnarmaður í Dags- brún, hefði selt 85,7 milljónir hluta í félaginu fyrir um 576 milljónir króna og að Baugur Group hefði á sama tíma aukið við hlut sinn í félaginu. Árni og fjárhagslega tengdir aðilar eiga enn um 229 millj- ónir hluta í Dagsbrún. Hjónin Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og Ingibjörg Kristinsdóttir landslagsarkitekt hafa ákveðið að gefa 500 þúsund Bandaríkjadala, 39 millj- ónir króna, til uppbyggingar menntaverk- efnis Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone í Vestur-Afríku. Þau fóru ásamt tíu ára syni sínum, Ólafi Darra, í nokkurra daga heimsókn til þessa stríðshrjáða Afríkuríkis til að skoða aðstæður. Til stendur að byggja 50 skóla fyrir gjafaféð og í þeim munu 5 þúsund börn njóta góðrar grunnmennt- unar. Þau Ingibjörg og Ólafur leggja sér- staka áherslu á menntun stúlkna sem þau segja að geti miðlað menntuninni áfram innan fjölskyldna sinna. 9. apríl ÓLAFUR OG INGIBJÖRG GEFA 39 MILLJÓNIR TIL SIERRA LEONE Hjónin Ingibjörg Kristinsdóttir og Ólafur Ólafsson ásamt syni sínum, Ólafi Orra. Hörður Arnar- son, forstjóri Marels.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.