Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 42
Tengsl Ræktun Tækifæri Þekking og starfsþróun Allir starfsmenn Fjarðaáls eiga að fá tækifæri til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni og vaxa og dafna í starfi. Starfsmenn munu öðlast verðmæta þekkingu sem á að nýtast til frambúðar bæði innan og utan fyrirtækisins. Jafnvægi vinnu og einkalífs Alcoa Fjarðaál á að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Hvað í því felst nákvæmlega verður starfsmanna að ákveða í samein- ingu. Hluti af þjónustu við starfsmenn mun einnig standa fjölskyldum þeirra til boða. Kaup og kjör Íslenskur áliðnaður hefur greitt samkeppnishæf laun og starfsmannavelta í greininni hefur verið lítil. Jafnvægi Bakgrunnur Öryggi Liðsvinna Við tökum vel á móti þér Menntun og reynsla Margvísleg og spennandi störf verða í boði hjá Fjarðaáli. Við ætlum að mynda sam- hentan hóp fólks með fjölbreytta menntun og reynslu. Tæplega 40% starfs- manna verða með háskóla- menntun eða iðnmenntun. Öll störf í fyrirtækinu verða góð störf. Kyn og aldur Starfsmenn Fjarðaáls eiga að endurspegla og efla samfélagið. Æskilegt er að kynjahlutfall verði sem jafnast og öll störf í álverinu henta jafnt konum sem körlum. Jafnframt er stefnt að góðri aldursdreifingu og eðlilegri endurnýjun í fyrirtækinu. Vinnutilhögun o vinnutími Störf í áliðnaði eru örugg og vinnutíminn yfirleitt fyrirsjáanlegur. Álið verður að fram- leiða allan sólarhringinn, allt árið um kring. Í boði verða einnig hlutastörf fyrir fólk sem á erfitt með að vinna á vöktum eða vera í fullu starfi. Frá samfélagi til mannauðs Ferli og teymi Í álverinu í Fjarðabyggð verður unnið samkvæmt verkferlum í sjálfstýrðum teymum með víðtæk verksvið. Í teym- unum verða leiðtogar sem styðja liðs- menn og sjá til þess að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu. Kjarnateymum verður skipt upp í álframleiðslu, málm- vinnslu og framleiðsluþróun. Stoðteymi og þekkingarsetur veita kjarnateymum stuðning. Stöðugt verður leitast við að styrkja teymin og bæta verkferlin. Teymin munu sjálf koma að ráðningu nýrra liðsmanna þegar störf losna. Fjölbreytni og fjölhæfni Öll störf í álverinu eru fjölbreytt og munu allir starfsmenn takast á við ólík viðfangs- efni. Að auki verður árlega boðið upp á nokkur starfsþjálfunartækifæri, þar sem áhugasamir starfsmenn fá þjálfun og reynslu á nýjum starfsvettvangi í 12 mánuði. Slík starfsþjálfun verður til dæmis á sviði öryggis-, umhverfis, mannauðs- og gæðamála. Við leggjum mikið upp úr því að finna rétt fólk í rétt störf. Rétta fólkið getur haft mjög ólíka menntun og reynslu. Menntun getur verið fengin úr skóla lífsins og fólk getur hafa öðlast mikilvæga reynslu í gegnum uppeldis- eða félagsstarf. Ráðningarferlið er staðlað og allir umsækjendur eru boðaðir í viðtal. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá. Svæðisvinnumiðlun Austurlands aðstoðar umsækjendur á Austurlandi við að gera ferilskrá. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá Fjarðaáli. Fæst okkar hafa starfað áður í álveri. Við tökum öll þátt í að móta nýtt fyrirtæki frá grunni. Við ætlum að vinna saman og læra hvert af öðru. Við ætlum að fara nýjar leiðir í stjórnun og skipulagi. Allir starfsmenn verða í lykilhlut- verki. Styrkur fyrirtækisins verður í liðsheildinni. Viltu vera í liðinu okkar? Samstarf og samráð Áhersla verður lögð á að starfsmenn þekki sem best allar hliðar starfseminnar. Teymin munu hafa með sér náið samstarf og samráð um mál sem varða allt fyrir- tækið og umhverfi þess. Allt að fimmt- ungi vinnutíma síns munu framleiðslu- starfsmenn vinna í hópum að ýmsum sameiginlegum málum, svo sem umhverfis-, samfélags- eða gæðamálum. Stefna Alcoa Fjarðaáls er að fjárfesta til framtíðar í öflugu þekkingarsamfélagi bæði innan og utan fyrirtækisins. Nú þegar hefur fyrirtækið lagt um 140 milljónir króna til samfélagsmála. Slík fjár- festing skilar sér í verðmætum mannauði sem aftur styrkir samfélagið enn frekar. Starfsmenn eru hvattir til að sinna samfélagsmálum og Fjarðaál greiðir styrki með þeim starfsmönnum sem vinna í þágu góðgerðarsamtaka. Þannig á samfélagið allt að njóta góðs af. Þjálfun og fræðsla Fræðslusetur verður starfrækt í álverinu og allir starfsmenn fá víðtæka þjálfun og fræðslu. Margir munu fá þjálfun í öðrum álverum Alcoa og um 40 erlendir sérfræð- ingar munu aðstoða við gangsetninguna. Aðalheiður Vilbergsdóttir með son sinn, Birki Inga Óskarsson. Aðalheiður stýrir skrifstofu Fjarðaáls á Reyðarfirði. Þjálfun starfsmanna getur verið margþætt. Sálfræðingurinn og fræðslustjórinn, Steinþór Þórðarson, er hér ásamt leiðbeinanda á reykköfunaræfingu í Kanada. Rekstrarhagfræðingurinn, Bob Roy, ætlar að miðla starfs- mönnum Fjarðaáls af langri reynslu sinni næstu tvö árin. Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Sören Kristinsson, sonur Ellenar Sæmundsdóttur, starfsmanns Fjarðaáls. Birkir Einar Gunnlaugsson mættur á knatt- spyrnuæfingu í Fjarðabyggðar- höllinni, kannski fullsnemma. Hluti af mannauðs- og samfélagsteyminu, við Upplýsingamiðstöð Fjarðaráls, með álverið í baksýn. Stefán Guðjónsson, kerfisfræðingur, mun vinna við eitt af stærstu og öflugustu upp- lýsingakerfum á Íslandi. Mannauðs- fræðingurinn, Sigurður Ólafsson, í Aflhúsi Iceland Spa & Fitness á Reyðarfirði. Hollusta og heils ver d Starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls á að líða vel í vinnunni. Í álverinu verður heilsusetur með hjúkrunarfræðingi og öðrum heilbrigðis- sérfræðingum. Í mötuneyti verður boðið upp á hollt og gott fæði undir leiðsögn næringar- ráðgjafa. Fjarðarál styður einnig heilsurækt starfsmanna. www.alcoa.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A LC 3 22 66 04 /2 00 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.