Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 51

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 51
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 51 TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON T ómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, er fæddur á Sel- tjarnarnesi 1. febrúar 1968 og er sonur hjónanna Sigurðar Kristjáns Oddssonar og Herdísar Tómasdóttur. Fjöl- skyldan flutti í Hafnarfjörð skömmu eftir að Tómas fæddist og bjó þar í nokkur ár en flutti svo aftur á Nesið. Tómas var fyrstu árin í Ísaksskóla en lauk grunnskólanámi á Seltjarnarnesi. Eftir grunnskóla lá leið hans í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk stúdentspróf frá eðlisfræðideild I. Tómas segir sjálfur að hann hafi verið mjög venjulegur strákur í æsku. „Ég hafði gaman af fótbolta og hand- bolta eins og aðrir strákar þegar ég var krakki en þrettán ára féll ég gersamlega fyrir golfi og stundaði það stíft ásamt vini mínum á golfvellinum úti á Seltjarnarnesi.“ Tómas segist reyndar enn hafa gaman af golfi og taka nokkra hringi á ári þegar hann hefur tíma. Thor Aspelund, æskufélagi Tómasar, segir að foreldrar sínir hafi átt golfsett og að þeir hafi byrjað að æfa sig úti í garði. „Ég held reyndar að við höfum verið óskaplega framsýnir á þessum tíma vegna þess að þá var golf ekki komið í tísku. Við drifum okkur því fljótlega út á völl og útveguðum okkur aðgang að golfklúbbnum úti á Nesi og hjóluðum þangað við hvert tækifæri og æfðum stíft. Tómas er reyndar mun meiri keppnismaður en ég og tók þetta því mun lengra.“ Thor segir að þeir hafi verið vinir frá tólf ára aldri og verið saman í menntaskóla og það hafi aldrei kastast í kekki á milli þeirra. „Tómas var afskaplega fjörugur nemandi, hann var ekki beint óþægur en kennararnir þurftu oft að sussa á hann. Þrátt fyrir ára- tuga vináttu segist Thor ekki muna eftir neinu sem hafi skyggt á „Við höfum aldrei þurft að metast eða keppa okkar á milli, vinátta okkar hefur alltaf verið hafin yfir allt dægurþras og staðist tím- ans tönn.“ Drap hann á hverju kvöldi Thor lék á móti Tómasi í uppsetningu Menntaskól- ans í Reykjavík á Rómeó og Júlíu á sínum tíma. Thor lék Rómeó en Tómas París greifa. „Það sem var óvenjulegt við samspil okkar í leikritinu var að ég þurfti að drepa hann á hverju kvöldi og það eru líklega óvenjulegustu atvikin í samskiptum okkar og vináttu. Þetta var öðru vísi en hefð- bundið djamm á þessum tíma.“ Thor segir að einu sinni hafi hann drepið Tómas of snemma í leikritinu. „Hann var ekki einu sinni kominn upp á sviðið en Tómas lét það ekki á sig fá og ég þurfti að halda á honum upp á sviðið. Það var víst mjög kómískt að sjá okkur þarna, tvö unga drengi á sokkabuxum að reyna að fela mis- tökin.“ Kynntust í háskólanum „Ég sá konuna mína, Ólöfu Nordal, í háskól- anum þar sem við vorum í tímum í sama húsi og ég tók strax eftir því hvað hún var falleg og hún hefur eflaust tekið eftir því þegar ég var að gefa henni auga. Við hittumst svo að lokum í Þjóðleikhúskjallar- anum, eitt leiddi af öðru og við giftum okkur 19. desember 1992. Tómas og Ólöf eiga fjögur börn í dag, Sigurð sem er fjórtán ára, Jóhannes tólf ára, Herdísi tíu ára og Dóru sem er á öðru ári. Guðrún Nordal, pró- fessor og mágkona Tómasar, segir að hann sé mikill fjölskyldumaður í sér og að bæði hjónin leggi mikið upp úr fjölskyldulífinu. „Tómas er mjög vel gerður maður, lifandi og skemmtilegur og á marga vini. Hann er traustur fjölskyldumaður og vinnur heim- ilisstörfin til jafns við Ólöfu þrátt fyrir miklar annir. Tómas er mjög afslappaður en jafnframt einbeittur og fylginn sér þegar slíkt á við.“ T Ó M A S M Á R S I G U R Ð S S O N Í N Æ R M Y N D Alcoa Fjarðaál hefur verið mikið í umræðunni að undan- förnu enda um stórt verkefni að ræða sem á eftir að hafa mikil félagsleg áhrif á Austurlandi. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, er í nærmynd að þessu sinni. Eins og er felst starfið að mestu í að ráða gott fólk til starfa fyrir austan og í þúsund öðrum hlutum sem þurfa að vera komnir á hreint áður en álver- ið verður sett í gang. MIKILL FJÖL SKYLDUMAÐUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.