Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 63

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 63
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 63 „Þetta eina skipti í starfskynningunni hafði mikil áhrif á mig og gerði þetta allt dularfullt líka. Ég varð knúinn til að finna út úr því hvernig þetta ætti að virka en svona getur þetta verið einfalt, eitt lítið tækifæri sem situr alltaf í manni. Ég held að það sé mjög gott að bjóða ungu fólki í skólum upp á starfskynningar eða nám því öll tenging sem hægt er að gera á skólaferli við raunveruleikann hjálpar til að setja allt í samhengi. Fólk sem er í skóla fær mikið út úr því að fá af og til alvörusnertingu við atvinnulíf því skólaganga getur verið löng og hætta á að samhenginu sé ekki náð. Þetta eina skipti hafði mikil áhrif á mig og ég hugsa oft til þess og þá sérstaklega með þakklæti til kennarans.“ Eins manns sýning! Eftir mastersnámið í Bandaríkjunum hélt Halldór heim á leið og starfaði um skeið hjá Streng og Örtölvu- tækni. Einnig starfaði hann hjá Skýrr og komst þar í kynni við þýska hugbúnaðarfyr- irtækið Software AG. „Software AG kemur úr stórtölvuumhverfi og þeir höfðu verið með viðskipti á Íslandi. Þetta er rótgróið fyr- irtæki frá árinu 1969. Þeir náðu miklum árangri á átt- unda áratug síðustu aldar og voru um tíma meðal stærstu hugbúnaðarfyrirtækja í heiminum. Ég vissi af þeim því að þegar ég vann hjá Skýrr hafði ég verið að vinna með vörur frá þeim. Ég þekkti einfaldlega vörurnar af því að ég notaði þær,“ segir Halldór og bætir við: „Þeir voru að leita að einhverjum til að setja upp skrifstofur á Íslandi og það kom í minn hlut. Þetta var svona eins manns „sýn- ing“, mjög skemmtilegur tími og lærdóms- ríkur. Árið 1998 var staðan sú að fyrirtækið var farið að dala hvað varðar hefðbundna vöru og í kjölfarið voru gerðar skipulags- breytingar til að koma á nýrri vöruþróun. Það var skýrt hvað markaðurinn hér heima vildi og ég var óhræddur að senda skilaboð til höfuðstöðvanna þannig að ég fékk tæki- færi til að taka þátt í nýrri vöruþróun fyrir fyrirtækið.“ Íslendingur í alþjóðlegu umhverfi Halldóri bauðst starf í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Darmstadt í Þýskalandi svo að hann fluttist búferlum með konu sinni, Katrínu Guð- mundsdóttur, og dóttur þeirra, Dórótheu. „Þetta var tækifæri sem mér fannst ekki vera þess virði að hafna. Í byrjun áttu þetta að vera tvö til þrjú ár erlendis en nú eru þau orðin átta. Fyrirtækið var alltof háð beinni sölu og því var hlutverk mitt meðal annars að koma því út úr þeirri þróun og byggja í stað þess upp sölurásir. Það var mikil reynsla að koma inn sem Íslendingur í alþjóðlegt umhverfi. Mér fannst oft sem fólk héldi aftur af sér hvað varðaði vandamál og væri ragt við að segja frá þeim þegar þau komu upp. En ég var Íslendingur sem var nógu vitlaus til að segja slæmar fréttir og þá komu gjarnan ný verkefni í kjölfarið til að leysa,“ útskýrir Halldór brosandi. - Telst þetta ekki að vera býsna frakkur? „Frakkur, ég veit ekki. Ég held að stjórn- endur vilji yfirleitt fá að vita sannleikann. Þeir vilja eðlilega ekki vita af honum of seint. Vegna þessara skýru og sjálfkrafa við- bragða hjá mér átti ég mjög gott samstarf við forstjóra fyrirtækisins.“ Það voru örar breytingar hjá Software AG á þeim tíma sem Halldór var þar og hann minnist þessa tíma með ánægju. En allt tekur einhvern tíma enda og svo varð einnig um starf Halldórs hjá Software AG. „Ég setti upp útibú fyrir fyrirtækið í Bandaríkjunum. Var í sjö mánuði starfandi aðstoðarforstjóri markaðsmála í Bandaríkj- unum. Síðan lentum við í samrunafasa við stærsta endursöluaðila okkar þar í landi og þegar salan á fyrirtækinu var í höfn fór ég aftur til Þýskalands. Ég hafði mikið til verið einn í Bandaríkjunum og hafði mikil yfir- ráð en síðan var annað uppi á teningnum í Þýskalandi þar sem mínar framtíðarhug- myndir um stefnu fyrirtækisins voru ekki í samræmi við hugmyndir yfirmanna fyrir- tækisins. Því sá ég mér þann kost vænstan í stöðunni að segja starfi mínu lausu og nýta krafta mína annars staðar.“ Upp metorðastigann hjá Microsoft! Mál- tækið „þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar“ á svo sannarlega vel við á þessu tíma- bili í lífi Halldórs. Eftir brotthvarf hans frá Software AG hóf hann störf hjá Microsoft fyrri hluta árs 2002. „Microsoft hafði verið einn af samstarfs- aðilum okkar og ég hafði góða tilfinningu fyrir því hvernig þeir starfa með samstarfs- aðilum. Mig langaði að vinna fyrir þetta fyrirtæki sem var með stefnumótun hvað varðar samstarfsaðila í samræmi við mínar hugmyndir,“ segir Halldór og bætir við: HALLDÓR HJÁ MICROSOFT Bill Gates er andlit Microsoft og stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Þeir Halldór hafa verið í sam- skiptum vegna ráðstefna hjá fyrirtækinu. Ég veit ekki um neitt annað fyrirtæki sem er eins ákaft og hefur svona marga drifkrafta eins og Microsoft.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.