Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 68

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 N Ý R F O R M A Ð U R S I „Samtök iðnaðarins sækjast fyrst og fremst eftir stöð- ugleika. Það er það sem við teljum að skipti mestu máli í efnahagslífinu. Hvernig við náum þessum stöðugleika leiðir okkur að þeim áhyggjum sem við höfum af krónunni, að hún sé ekki nógu öflugur miðill til að tryggja okkur stöðugleika. Það er ekki gott að fá svo miklu sveiflur í gengis- málum sem við höfum verið að upplifa á síðustu vikum.“ Á alþingi hafa verið umræður um hvort við ættum að taka upp evruna og ganga í Evrópusambandið. Helgi er spurður hvort evran ein gæti stuðlað að stöðugleika í atvinnulífinu? „Umræðan um hvort Íslendingar eigi að ganga í Evr- ópusambandið hefur verið viðloðandi um árabil. Það að ganga í ESB er stórt mál sem hefur ýmsa kosti og ýmsa galla og ekkert verður ákveðið nema sæmileg sátt náist í þjóðfélaginu og ég tel að þeirri sátt verði ekki náð á skömmum tíma. Hins vegar gæti það hentað okkur ef við gætum tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Það er að mínu mati mun minna viðfangsefni og tekur skemmri tíma. Staðreyndin er að krónan er veikur gjaldmiðill sem getur valdið vandamálum, ekki aðeins í atvinnulífinu heldur samfélaginu öllu. Ef krónan verður að slíku vandamáli er erfitt að bíða með lausn vandans í mörg ár. Þess vegna finnst mér góðra gjalda vert að það sé skoðað niður í kjölinn hvort framkvæmanlegt sé að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að sækja um aðild að ESB. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra varpaði þessari hugmynd fram og kallaði fram mjög hörð viðbrögð. Hafa ýmsir hreinlega viljað slá hugmyndina út af borðinu og segja að það standist ekki að tekin sé upp evrumynt án þess að vera í ESB, á meðan aðrir segja að það sé hugsan- legt. Ég held að þetta snúist um pólitískan vilja okkar og viðsemjanda okkar. Ég minni á það að þegar við gengum í EES á sínum tíma var það ekki sjálfgefið að við gætum það. Það fór fram umræða í þjóðfélaginu sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að þáverandi ríkisstjórn vildi ná þessum samningi. Ríkisstjórnin hafði einbeittan vilja, fór af stað, þrýsti á mótaðilann og náði árangri. Við vorum með öfluga samningamenn, með Jón Baldvin Hannibalsson í broddi fylk- ingar og studdan af Davíð Oddssyni og öðrum ráðherrum í ríkisstjórn hans. Og í Brussel var Hannes Hafstein sendiherra ríkisstjórninni til halds og trausts. Ég vil trúa að núverandi ríkisstjórn hafi afl til að ná árangri og iðnaðarráðherra væri ekki að leggja þetta til nema ríkisstjórnin hefði burði til að leysa viðfangsefni af þessu tagi. Þetta er spurning um póli- tískan vilja.“ Spennandi tímar framundan Helgi segir aðspurður að ekki séu fyrirhugaðar neinar breytingar á stefnu Samtaka iðnaðarins þótt þrjár breyt- ingar hafi orðið á stjórn, m.a. formannsskipti: „Þetta er eðlileg endurnýjun í átta manna stjórn. Samtökin eru öflug og eru að vinna gott starf. Við gætum hagsmuna þess breiða hóps sem myndar Samtök iðnaðarins og komi til hagsmunaárekstra þá er það hlutverk stjórnarinnar og öflugs hóps sem starfar hjá Samtökum iðnaðarins að aðstoða við að greiða úr málum á sem farsælastan hátt. Hvað varðar iðnaðinn í landinu í heild þá eru spennandi tímar fram undan og miklu varðar hvernig til tekst. Við höfum verið að fást við óeðlilega sterka krónu, allt of háa vexti, mikla þenslu og halla á viðskiptum við útlönd. Á móti kemur mikill hagvöxtur, mikill framkvæmda- og framfarahugur í þjóðfélaginu og fyrir liggur að það hefur náðst mikill árangur í atvinnulífinu almennt. Víst er að enn á eftir að ná utan um breyttar aðstæður á ýmsum sviðum, en ég trúi því að það muni takast.“ Samtök iðnaðarins sækjast fyrst og fremst eftir stöðug- leika. Það er það sem við teljum að skipti mestu máli í efnahagslífinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.