Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 H efðbundnir eiginleikar leiðtoga svo sem gáfur, þrautseigja, ákveðni og framtíðarsýn eru nauðsynlegir til árangurs en nægja ekki einir og sér. Nú er talið að til- finningagreind skipi stóran sess í árangri einstaklinga. Oft er talað um stjórnmálamenn sem leiðtoga. En hver er munurinn á stjórnmála- manni og leiðtoga? Og hafa þeir eiginleika leiðtogans sem þarf til að ná árangri? Hver er ábyrgð kjósanda gagnvart því að velja „rétta“ fólkið með „réttu“ eiginleikana? Er það eitthvað sem hinn almenni kjósandi kynnir sér eða getur kynnt sér eða er það eitthvað annað sem hefur meiri áhrif á val kjósenda en eiginleikar frambjóðanda? Leiðtoginn og tilfinningagreind Daniel Goleman komst að því með rann- sóknum sínum að hefðbundnir eiginleikar eins og gáfur, þrautseigja, ákveðni og fram- tíðarsýn eru nauðsynlegir til að ná árangri sem leiðtogi en eru ekki nægjanlegir einir sér. Það sem leiðtoginn þarf einnig að hafa í farteskinu er tilfinningagreind. Til- finningagreind getur bæði verið meðfædd og lærð, hún er samheiti yfir margvíslega hæfileika og byggir ekki á hreinni vits- munalegri greind. Tilfinningagreind snýst um hæfileika einstaklingsins til að þekkja, skilja og stjórna tilfinningum sínum þannig að það nýtist persónunni í hugsun og sam- skiptum. Einnig hefur verið talað um til- finningagreind sem kunnáttu og hæfni eða sambland af þessu tvennu. Mjög mikilvægt í þessu samhengi er að leiðtogar hafi hæfi- leika til að skoða heildarmyndina ásamt því að hafa skýra framtíðarsýn. Tilfinningagreind Tilfinningagreind skiptist í fimm þætti; sjálfs- vitund, sjálfsstjórn, vilja til að ná árangri, samkennd og félagslega færni. A. SJÁLFSVITUND segir til um hversu vel einstaklingur þekkir styrkleika sína og veik- leika og er því meðvitaður um hvers hann getur vænst af sjálfum sér sem og öðrum. B. SJÁLFSTJÓRN byggist á því að hlusta á tilfinningar sínar en leyfa þeim ekki að taka völdin og þannig er auðveldara að byggja upp traust og sanngirni. Þeir sem búa yfir sjálfsstjórn eiga auðveldara með að laga sig að breytingum sem er í dag mjög verð- mætur eiginleiki. C. VILJINN til að ná árangri er áherslan á árangurinn árangursins vegna og brenn- andi áhugi á vinnunni eða verkefninu er einkennandi. D. MEÐ SAMKENND er stjórnandi betur fær um að skilja sjónarmið annarra. Sá hæfileiki að skynja og bera umhyggju fyrir tilfinningum og skoðunum annarra er mikil- vægur til að ná árangri. E. FÉLAGSLEG FÆRNI er að geta myndað tengsl við alls konar fólk, hvar sem er og hvenær sem er og er leiðtoganum nauðsyn- legur. Hvernig meta má pólitíska leiðtoga Í nýlegri grein sem birtist í Journal of Social Studies var bent á leið til að meta hvaða einkenni gerðu forsetaframbjóðendurna í Bandaríkjunum að áhrifaríkum leiðtogum. Þar var talað um samskiptahæfileika, skipulagsgáfu, framtíðarsýn í almennings- heillamálum, vitræna hæfileika, stjórnmála- hæfileika og síðast en ekki síst tilfinninga- greind. Leiðin sem farin var til að meta frambjóð- endurna var annars vegar yfirlitstafla með öllum frambjóðendum. Þar kemur fram félagsleg staða, menntun og reynsla við- komandi af stjórnmálum og hernaði ásamt helstu stefnumálum. Hins vegar meðfylgjandi tafla þar sem fram kemur hversu vel frambjóðandinn stendur sig í ákveðnum þáttum. Þannig er kjósendum gert kleift að meta getu fram- LEIÐTOGI EÐA LIÐLESKJA? Árangursríkir leiðtogar þurfa að geta tileinkað sér ólíkar nálganir eftir mismunandi aðstæðum. Bestu leiðtogarnir eru þeir sem hafa innsæi til að lesa í aðstæður hverju sinni og breyta hegðun sinni samkvæmt því. S T J Ó R N U N TEXTI: NEMENDUR Í MEISTARANÁMI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS MYND: GEIR ÓLAFSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.