Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 74

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 L eiðtogar og stjórnendur fyrirtækja gegna mikilvægu ábyrgðarstarfi og oft má rekja góðan eða slæman árangur fyrirtækja beint til athafna þeirra. Eitt af mikilvægustu hlutverkum stjórnenda er að ýta undir frumkvæði starfs- fólks og auka þátttöku þess í ákvarðana- töku í því skyni að auka gæði ákvarðana. Auk þess verða stjórnendur að sýna samskiptahæfni, áreiðanleika, hæfni til að byggja upp liðsanda og ýta undir þátttöku starfsfólks. Samtímis verða stjórnendur að leggja mikla áherslu á árangur, skýra fram- tíðarsýn, stefnu og markmið. Verkefni leiðtoga og stjórnenda framtíð- arinnar verða því sífellt flóknari. Fjárfesting í þróun stjórnenda er því ein mikilvægasta fjárfesting sem fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í. Rannsóknir benda til að 60-75% af lélegri frammistöðu fyrirtækja megi rekja til stjórnenda. Á síðustu árum hafa fyrirtæki í auknum mæli innleitt svokallaða leiðtogaþróun sem leið til að búa til öfluga stjórnendur og bæta árangur. Reynslan af leiðtogaþróun er misjöfn, en rannsóknir sýna að með réttri aðferðafræði geta fyrirtæki byggt upp öfl- ugan stjórnendahóp. LEIÐTOGAÞJÁLFUN Er hægt að þjálfa fólk í að verða leiðtogar eða eru það meðfæddir hæfileikar? Hver eru helstu verkefni leiðtoga? Hver er munurinn á leiðtoga og stjórnanda? Greinarhöfundar eru í meistaranámi við Háskóla Íslands. Frá vinstri: Margrét B. Svavarsdóttir, Ólína Friðriksdóttir, Íris Ösp Bergsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson. Á myndina vantar Lilju Gunnarsdóttur. Er munur á stjórnanda og leiðtoga? Menn hafa lengi deilt um hvort leiðtoga- hlutverkið sé í meginatriðum frábrugðið stjórnandahlutverkinu. Áður fyrr var tal- inn mikill munur á þessu, leiðtoganum var ætlað að framkvæma breytingu á meðan aðalhlutverk stjórnandans var að ýta undir stöðugleika. Hlutverk stjórnanda er fyrst og fremst að stýra framkvæmdum, vinna að áætl- anagerð, skipuleggja ferla, fara eftir reglu- gerðum, stjórna, veita stöðugleika og halda jafnvægi innan fyrirtækisins. Stjórnandinn leitast þannig við að vera viðbúinn breyt- ingum og takast á við þær með úrlausnum. Það er hlutverk leiðtogans að innleiða breytingar, taka áhættu, skapa, breyta, móta og hafa ákveðna sýn. Leiðtoginn mótar nýja stefnu og hlutverk, innleiðir nýja hugsun og aðferðir auk þess sem hann býr til aðra sýn á gildi og viðhorf. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til þess að allir leiðtogar þurfi að hafa stjórn- endafærni og öfugt; allir stjórnendur þurfa að þjálfa með sér leiðtogafærni. Þetta á kannski sérstaklega við um íslenskar aðstæður þar sem fyrirtæki eru yfirleitt smá í sniðum. Til þess að efla leiðtogahæfni stjórnenda og gera stjórnanda kleift að þróa með sér leiðtogahæfni verður að fara í gegnum tölu- vert annars konar þjálfun en þegar einungis er verið að þjálfa og efla stjórnendahæfni. En hvernig þjálfum við leiðtogafærni? Listinn yfir æskilega leiðtogafærni getur verið langur. Til einföldunar er hægt að nefna nokkur atriði sem flestir fræðimenn og leið- togar eru sammála um að skipti máli: TEXTI: NEMENDUR Í MEISTARANÁMI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. MYND: GEIR ÓLAFSSON S T J Ó R N U N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.