Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 78
Ú
tlendingar skilja bara ekki hvað við erum að
gera,“ hefur iðulega verið viðkvæðið þegar erlend
umfjöllun um íslensku fyrirtækin og umsvif þeirra
ber á góma. Að ógleymdu því að útlendingar séu
bara öfundsjúkir yfir því hvað við séum svakalega klár eða
öllu heldur „klárir“ - hafið þið tekið eftir hvað erlendu umsvif-
unum er næstum eingöngu
stjórnað af karlmönnum og
tungumálið karlvætt: útrás, inn-
rás og hliðstætt hernaðarmál!
Látum kynjafræðilega hlutann
eiga sig og hugum að hinu.
Vel heppnuð almannatengsl
eru eins og saumlausir sokkar
- hvergi misfella á. Heppnuð almannatengsl eru ósýnileg. Við
blasir bara ímyndin eins og hún á að vera að mati fyrirtækisins
eða þess sem rækir hana og við sem meðtökum hana höldum
að svona sé raunveruleikinn og allt sé gott og í fínu lagi.
Gott og vel - ef útlendingar skilja ekki hvað við erum að
gera hvernig væri þá að útskýra það? Það er reyndar nokkuð
seint í rassinn gripið, skaðinn er þegar skeður, en auðvitað
ekki þar með sagt að ekkert sé til úrræða.
Íslendingar rótast í hlutunum Íslendingum lætur yfirleitt best
að rótast í hlutunum, kýla á það (enn eitt karllæga orðfærið!)
en upplýsingastarf verður ekki unnið á þann hátt, því miður.
Það krefst langtíma hugsunar að byggja upp góða ímynd.
Eldsvoði er slys sem gerist ef forvarnirnar virka ekki - og á
sama hátt er slæm umræða slys ef almannatengslin mistakast.
Hluti af almannatengslum er auðvitað slökkvistarf - að slökkva
eða takmarka eldinn ef hann nær nú að kvikna þrátt fyrir allt.
Í Englandi eru mest áberandi almannatengslasporin þau
sem stjórnmálin eru útötuð í. Það er enginn alvöru stjórnmála-
maður sem hefur ekki fengið ítarlega kennslu í því að láta
spyrja sig út úr, læra að komast hjá því að svara spurningum
sem eru honum ekki þóknanlegar og læra að snúa ósigrum í
óumdeilanlega stórsigra.
Þegar enskir stjórnmálamenn fá gagnrýnar spurningar um
það sem þeir hafa lofað en ekki gert er það klassískt bragð að
svona hálfneita en fara svo hamförum í að lýsa einhverju sem
Hvernig á að tala
við erlenda fjölmiðla?
Sigrún Davíðsdóttir segir að í spjalli við íslenska kaupsýslu-
menn hafi hún iðulega heyrt að það sé ekkert hægt að eiga við
þessa erlendu blaðamenn. Þeir misskilji hvort sem er bara allt.
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
---------------
SKOÐUN:
Sigrún
Davíðsdóttr
---------------
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR blaðamaður segir hér skoðun sína á því
hvernig eigi að tala við erlenda blaðamenn.
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6