Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 109

Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 109
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 109 Vindur ofan af sér við aksturinn Hafrún Einarsdóttir og Soffía Theodórsdóttir skoða teikningar af hús- næði á fasteignasölunni Byr í Hveragerði. Það hefur lengi viljað brenna við að Reykvíkingum þyki langt að aka út á land en þeim sem þar búa finnst vegalengdin smámál. Ekki liggur fyrir hvers vegna þessi munur er þegar það er nokkuð víst að jafnlangt er til Hveragerðis frá Reykjavík eins og frá Hveragerði til Reykjavíkur, svo dæmi sé tekið. Nú þegar fjöldi fólks flytur til bæjanna á Suður- nesjum, austur fyrir fjall og upp á Skaga og stundar áfram vinnu í Reykjavík er ekki úr vegi að líta á hverjar vegalengdirnar eru milli þessara staða, svona í raun og veru. Síðan má velta fyrir sér hversu lengi er verið að aka spottann og um leið hvað það kostar í bens- íneyðslu. Kostnaðinn verður hver að reikna fyrir sig enda vita menn best hversu mörgum lítrum fjölskyldu- bíllinn eyðir á hundraðið. Aksturinn ekkert mál Hjá Byr fasteignasölu í Hvera- gerði vinnur Hafrún Einarsdóttir sem ekur daglega á milli Reykjavíkur og Hveragerðis og finnst það ekki mikið mál. Það sem Reykvíkingum kann að þykja athyglisvert við Hafrúnu er að hún býr í Reykjavík og vinnur fyrir austan fjall, en oftar en ekki er þessu öfugt farið. Kannski er þetta fyrsta skrefið í átt að búferlaflutningum. „Ég er ekki nema 30 mínútur að aka þessa leið,“ segir Hafrún og bætir við að hún lendi ekki nema á tveimur ljósum heiman að frá sér í Fossvogi og alla leið austur svo ekki tefja ljósin hana. Allir sem þurfa að aka um Reykjavík vita að ljósin tefja þá hvað mest sem og þær löngu raðir sem myndast á ljósunum bæði kvölds og morgna á háannatíma. Hafrún segir líka að kosturinn við að aka á milli sé að hún nái að vinda ofan af sér eftir vinnuna á meðan hún sé að aka á milli og áreiðanlega á þetta ekki síður við um þá sem aka til borgarinnar í vinnuna. „Ég er búin að vinna hér á fasteignasölunni í rúmt ár,“ segir Hafrún og kveður nei við þegar við spyrjum hvort hún sé ekki á leiðinni að flytjast austur. „Ég er ekkert að flytja.“ Hins vegar kemur hljóð úr horni frá Soffíu Theodórsdóttur fasteigna- sala, vinnuveitanda hennar, sem segir: „Jú, þú ætlar að flytja!“ Okkur grunar reyndar að afstaða Soffíu sé hagsmunatengd vegna þess að hún sér fyrir sér að geta selt Hafrúnu hús ef hún getur talið hana á að flytja til Hveragerðis! Fyrsta skrefið í átt að búferlaflutningum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.