Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 115

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 115
BÍÓMOLAR F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 115 meira en tilbúnar að leika franska dulmálssérfræðinginn Sophie Neveu. Á endanum hreppti Audrey Tautou hlut- verkið en hún hlaut heimsfrægð þegar hún lék titilhlut- verkið í Amélie. Önnur frönsk stórstjarna, Jean Reno, hreppti hlutverk yfirlögregluþjónsins, Bezu Fache. Paul Bettany fékk það hlutverk að leika hinn brjálaða Silas, Ian McKellan leikur Sir Leigh Teabing og Alfred Molina leikur Aringarosa biskup. Þegar tökur hófust var leitast við að kvikmynda á þeim stöðum þar sem sagan gerist. Frakkar voru hinir greiðfúsustu við kvikmyndagerðarmennina og leyfðu þeim jafnvel að mynda í Louvre-safninu þar sem mál- verkið af Monu Lisu er. Englendingar voru ekki jafnsam- starfsfúsir og fékkst ekki leyfi til að kvikmynda á öllum þeim stöðum sem óskað var. Ekki eru allir hrifnir af kvikmyndagerð Da Vinci lykils- ins. Forsvarsmenn strangtrúuðu kaþólsku samtakanna Opus Dei óskuðu eftir því að tilvísanir, sem geti hugsan- lega sært kaþólikka, yrðu fjarlægðar úr kvikmyndinni. Segir í yfirlýsingu frá samtökunum að brengluð mynd af kaþólsku kirkjunni komi fram í sögunni. Svar fram- leiðanda var á þann veg að verið væri að kvikmynda skáldsögu og þeir myndu halda sig við þann texta sem er í henni. Það á svo eftir að koma í ljós hvort samantekin mótmæli verða gegn myndinni, en hún verður frumsýnd um allan heim 19. maí og erum við Íslendingar með í þess- ari heimsfrumsýningu. Alla ævi í kvikmyndum Leikstjórinn Ron Howard á að baki glæsilegan feril. Hefur hann leikið í rúmlega 70 kvikmyndum og leikstýrt 18 kvikmyndum. Howard, sem fæddur er 1. mars 1954, kom fyrst fram í kvikmynd átján mánaða og á sviði tveggja ára gamall. Þegar hann var sjö ára fékk hann hlutverk í vinsælli sjónvarpsseríu, The Andy Griffith Show. Þaðan lá leið hans til Walt Disney þar sem hann var helsta barnastjarnan í nokkur ár. Ung- lingsárin voru engin hindrun og lék hann m.a. eitt aðal- hlutverkið í American Grafitti. Eftir að sjónvarpsserían Happy Days, þar sem hann lék aðalhlutverkið, varð vin- sælasti gamanþátturinn í Bandaríkjunum virtist leið hans greið til frægðar og frama á leiklistarbrautinni. Hugur Howards stefndi í aðra átt og þegar hann taldi sig vera búinn að fá næga reynslu leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Night Shift (1982). Vakti myndin athygli og góða dóma. Það var svo með næstu mynd sinni, Splash (1984), sem hann gulltryggði sig meðal þeirra bestu. Kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt eru m.a. Coocoon, Backdraft, Willow, Apollo 13, Far and Away, Ransom, Edtv, A Beautiful Mind og Cinderella Man. Þegar stússinu í kringum Da Vinci lykilinn lýkur þá mun Howard hefja tökur á endurgerð East of Eden (1955), kvikmynd sem gerði James Dean að helsta tákni ungu kynslóðarinnar. myndarinnar Mou gaan dou (Infernal Affairs) sem notið hefur, ásamt tveimur framhaldsmyndum, töluverðra vinsælda í hinum vest- ræna heimi. Sögusviðið er fært til Boston þar sem lögreglan á í stríði við skipulagðan glæpaflokk. DiCaprio leikur lögreglumann sem laumar sér inn í glæpaklíkuna þar sem hann hittir fyrir glæpamann sem veitir lögreglunni upplýsingar. Tveir einstaklingar sem vinna að sama markmiði en koma úr gjöró- líku umhverfi. Matt Damon er mót- leikari DiCaprio ásamt Jack Nichol- son, sem leikur glæpaforingjann. Aðrir leikarar eru Martin Sheen, Mark Wahlberg, Alec Baldwin, Ray Winstone og Vera Farmiga. Varðmaðurinn Kiefer Sutherland og Eva Longoria leika í hinum vinsælu sjónvarpsser- íum 24 og Desperate Housewives. Þau tóku sér frí frá sjónvarpinu til að leika á móti Michael Douglas í The Sentinel þar sem hann leikur CIA njósnarann Pete Garrison sem leiðir rannsókn þegar grunur leikur á að myrða eigi forseta Bandaríkj- anna. Þegar upp kemst að Garri- son hafi haldið við forsetafrúna þá er hann kominn í hóp hinna grunuðu og flýr til geta sannað sakleysi sitt. Kim Basinger leikur forsetafrúna, Sutherland fyrrum samstarfsmann Douglas sem er á hælunum á honum og Longoria leikur lögreglukonu. Leikstjóri er Clark Johnson, leikari sem er að feta sig áfram í leikstjórastarfinu og hefur fengist við leikstjórn í þekktum sjónvarpsseríum, en fær hér stóra tækifærið. Hin alræmda Betty Page Betty Page var ein af fyrstu opnustúlkum Playboy tímaritsins og er enn ein sú frægasta. Ævi hennar er viðfangsefni leikstjór- ans Mary Harmon (American Psycho) í The Notorious Betty Page. Á árunum 1950-1957 var Page vinsælasta nektarmódel Bandaríkjanna, en hvarf síðan algjörlega af sjónarsviðinu í þrjá- tíu ár eða þar til blaðamaður hafði upp á henni. Í ljós kom að hún hafði lent í klandri og var í rannsókn hjá þingnefnd sem var að rannsaka klám þegar hún lét sig hverfa. Ævi hennar eftir það var ekki dans á rósum. Hún vildi lifa eðlilegu lífi, varð trúuð og giftist tvisvar og skildi jafnoft. Dökka hliðin er að hún greindist geðklofi og.þrisvar sinnum stakk hún menn með hnífi og var um tíma vistuð á hæli. Í dag nýtur hún vinsælda, er af mörgum talin eitt af táknum sjötta áratugarins. Hún veitir viðtöl þótt aldrei sé látið uppi hvar hún býr og hún lætur aldrei taka mynd af sér. Gretchen Mol leikur Page. Aðrir leikarar eru Lili Taylor, David Strait- hairn og Jonathan M. Woodward. Scorsese og DiCaprio Martin Scorsese er um þessar mundir að ljúka vinnslu við The Departed með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Er þetta þriðja samvinnuverkefni þeirra í röð. Fyrri myndirnar eru Gangs of New York og The Aviator. The Departed er endurgerð kínversku Gretchen Mol í hlut- verki Betty Page. Michael Douglas á flótta undan sam- starfs- mönnum sínum í The Sentinel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.