Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 119
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 119
Seglbretti:
ÆVINTÝRALEGUR LEIKVÖLLUR
Þóra Hallgrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri tjónasviðs hjá
Sjóvá, notaði þessa uppskrift
fyrst á hlýju sumarkvöldi í einni
árlegri dvöl sinni að Halldórs-
stöðum í Laxárdal. Síðan hefur
hún útbúið salatið í ýmsum
myndum.
Þóra segir að best sé að
drekka gott rauðvín með rétt-
inum og að borða hann í góðum
félagsskap.
Halldórsstaðasalat, fyrir 8
Kjöt að eigin vali, t.d.:
800 g kjúklingabringur, lamba-
lundir eða hreindýrakjöt.
Kjötið er kryddað eftir smekk
og grillað á útigrilli. Gott er að
krydda kjúklinginn eða lambið
með tandoorikryddi eða balsa-
miklegi (balsamikediki, ólífuolíu
ásamt söxuðum skalottulauk og
rósmaríngreinablöðum) áður en
grillað er. Hreindýrakjötið er best
með salti og pipar.
2 pokar klettasalatblanda
2 mangó
2 lárperur (avocado)
2 box cherrytómatar
1 stór rauð paprika
1 rauðlaukur
1 krukka fetaostur með kryddolíu
Balsamikedik
Parmesanostur
1-2 box bláber
Leiðbeiningar:
Klettasalatsblandan er sett
neðst á disk eða grunna, stóra
skál. Fetaosturinn er settur
yfir og smáhluti af olíunni.
Mangó og lárperur eru afhýdd
og skorin í þægilega munnbita
auk paprikunnar og tómatanna.
Rauðlaukurinn er skorinn í
þunnar sneiðar. Olíunni af fetaost-
inum er dreift yfir grænmetið og
balsamikediki ýrt yfir allt saman
eftir smekk. Eftir þetta er kjötinu
dreift yfir salatið. Að lokum er
parmesanosti, sem skorinn hefur
verið í flögur með venjulegum
ostaskera, dreift yfir salatið
ásamt bláberjunum. Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Sjóvá,
er sælkeri mánaðarins.
„Vatn og vindur fara mjög vel saman.“
16 ára hjólaði hann á móti vindi
og hugsaði með sér að það
væri eiginlega alltaf rok; það
hlaut að vera til einhver íþrótt
sem væri tilvalin að stunda í
roki. Hann fór á seglbrettanám-
skeið og síðan varð ekki aftur
snúið.
„Vatn og vindur fara mjög vel
saman,“ segir Böðvar Þórisson,
framkvæmdastjóri hjá Sjóvá.
„Þetta hefur verið stór partur af
lífinu í yfir tuttugu ár og í sport-
inu hef ég eignast marga af
mínum bestu vinum. Á tímabili
snerist allt mitt líf um seglbretti
og ég þvældist víðs vegar um
Evrópu og keppti í íþróttinni.
Þegar aðstæður eru góðar er
þetta blanda af spennu- og sælu-
tilfinningu. Það er sérstaklega
heillandi að fljúga áfram á hafflet-
inum. Öldurnar eru ævintýralegur
leikvöllur.“
Sælkeri mánaðarins:
SALAT Í ÝMSUM MYNDUM