Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 10

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 10
FRÉTTIR 10 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Margir leggja leið sína á öræfin og í hugum flestra eru þau óra- vegu frá höfuðborginni. Flestum kemur á óvart að hægt er að aka á malbikuðum vegi langt austur fyrir Búrfell og ekki verður undrunin minni þegar við blasir veitinga- og gistiaðstaða þegar komið er upp að Hrauneyjum. Þar hafa ferðalangar sem vilja leggja á Sprengisand eða koma lúnir af öræfum átt athvarf í rúman ára- tug. Þarna hefur verið gott skjól fyrir fjallamenn. En ef ekið er aðeins lengra blasir við glæsilegt hótel með fyrsta flokks veitingasal, hótel sem myndi sóma sér vel í borg- inni en fæstir eiga von á hér um slóðir. Helgina 9.-10. júní var ný og stórlega endurbætt aðstaða Hótels Hálands að Hrauneyjum opnuð að viðstöddum fjölda góðra gesta. Hótelið er í eigu þeirra Sveins Tyrfingssonar, bónda í Lækjartúni í Ásahreppi og Friðriks Pálssonar, sem einnig rekur Hótel Rangá. Sveinn og Jórunn Eggerts- dóttir kona hans voru meðal stofn- enda Hálendismiðstöðvarinnar Hrauneyjum fyrir tólf árum. Við opnunarathöfnina blessaði séra Halldóra Þorvarðardóttir sóknarprestur í Fellsmúla hót- elið, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hélt skörulegt ávarp, Jónas Jónsson bóndi í Kálf- holti, oddviti Ásahrepps árnaði eigendum heilla og Guðfinna Þor- valdsdóttir listamaður í Saurbæ í Holtum gaf hótelinu tvö listaverk. Eigendur þökkuðu fyrir hlý orð í sinn garð og buðu öllum gest- um til glæsilegrar veislu þar sem Göran Sincränz, sem er hefur umsjón með rekstrinum á Hraun- eyjum og er auk þess úrvalskokk- ur, hafði töfrað fram hvern réttinn öðrum betri. Auk þess bauðst gestum að skoða hótelið en þar eru 16 herbergi með fyrsta flokks aðstöðu, sjónvarpi og baði inni á hverju herbergi og auk þess fjórar svítur, hver um 60 fermetrar. Þetta nýja Hótel Háland, sem er aðeins um tveggja tíma akst- ur frá borginni, á án efa eftir að gleðja margan ferðalanginn sem vill hafa þar bækistöð á ferðum sínum um nágrenni Heklu, Land- mannalaugar og Veiðivötn. Svo er líka gaman að því að renna fyrir fisk, til dæmis í Köldukvísl. Lúxus af þessu tagi er ótrúleg og skemmtileg nýjung á hálend- inu. Hótel Háland: Sannkölluð vin í eyðimörkinni Jónas Jónsson í Kálfholti, oddviti Ásahrepps, flytur ávarp. Guðfinna Þorvalds- dóttir listamaður í Saurbæ í Holtum sem rekur Gallerí Guðfinnu, færði hótelinu listaverk. Meðal gesta við opnunina voru Sigríður Anna Þórðardóttir, Jórunn Eggerts- dóttir, Harpa Gross, Friðrik Pálsson, Inga Ásta Hafstein, Ólöf Pétursdóttir, Pétur Hafstein og séra Halldóra Þorvarðardóttir sem blessaði hótelið. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn. Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair og sérkjör á tengifargjöldum. Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar. ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? + Sendu línu á fyrirtaeki@icelandair.is og fáðu nánari upplýsingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.