Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 10
FRÉTTIR
10 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Margir leggja leið sína á öræfin
og í hugum flestra eru þau óra-
vegu frá höfuðborginni. Flestum
kemur á óvart að hægt er að
aka á malbikuðum vegi langt
austur fyrir Búrfell og ekki verður
undrunin minni þegar við blasir
veitinga- og gistiaðstaða þegar
komið er upp að Hrauneyjum. Þar
hafa ferðalangar sem vilja leggja
á Sprengisand eða koma lúnir af
öræfum átt athvarf í rúman ára-
tug. Þarna hefur verið gott skjól
fyrir fjallamenn.
En ef ekið er aðeins lengra
blasir við glæsilegt hótel með
fyrsta flokks veitingasal, hótel
sem myndi sóma sér vel í borg-
inni en fæstir eiga von á hér um
slóðir.
Helgina 9.-10. júní var ný
og stórlega endurbætt aðstaða
Hótels Hálands að Hrauneyjum
opnuð að viðstöddum fjölda góðra
gesta. Hótelið er í eigu þeirra
Sveins Tyrfingssonar, bónda í
Lækjartúni í Ásahreppi og Friðriks
Pálssonar, sem einnig rekur Hótel
Rangá. Sveinn og Jórunn Eggerts-
dóttir kona hans voru meðal stofn-
enda Hálendismiðstöðvarinnar
Hrauneyjum fyrir tólf árum.
Við opnunarathöfnina blessaði
séra Halldóra Þorvarðardóttir
sóknarprestur í Fellsmúla hót-
elið, Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra hélt skörulegt
ávarp, Jónas Jónsson bóndi í Kálf-
holti, oddviti Ásahrepps árnaði
eigendum heilla og Guðfinna Þor-
valdsdóttir listamaður í Saurbæ í
Holtum gaf hótelinu tvö listaverk.
Eigendur þökkuðu fyrir hlý orð
í sinn garð og buðu öllum gest-
um til glæsilegrar veislu þar sem
Göran Sincränz, sem er hefur
umsjón með rekstrinum á Hraun-
eyjum og er auk þess úrvalskokk-
ur, hafði töfrað fram hvern réttinn
öðrum betri. Auk þess bauðst
gestum að skoða hótelið en þar
eru 16 herbergi með fyrsta flokks
aðstöðu, sjónvarpi og baði inni á
hverju herbergi og auk þess fjórar
svítur, hver um 60 fermetrar.
Þetta nýja Hótel Háland, sem
er aðeins um tveggja tíma akst-
ur frá borginni, á án efa eftir að
gleðja margan ferðalanginn sem
vill hafa þar bækistöð á ferðum
sínum um nágrenni Heklu, Land-
mannalaugar og Veiðivötn. Svo
er líka gaman að því að renna
fyrir fisk, til dæmis í Köldukvísl.
Lúxus af þessu tagi er ótrúleg
og skemmtileg nýjung á hálend-
inu.
Hótel Háland:
Sannkölluð vin í eyðimörkinni
Jónas Jónsson í Kálfholti, oddviti
Ásahrepps, flytur ávarp.
Guðfinna Þorvalds-
dóttir listamaður í
Saurbæ í Holtum
sem rekur Gallerí
Guðfinnu, færði
hótelinu listaverk.
Meðal gesta við opnunina voru Sigríður
Anna Þórðardóttir, Jórunn Eggerts-
dóttir, Harpa Gross, Friðrik Pálsson,
Inga Ásta Hafstein, Ólöf Pétursdóttir,
Pétur Hafstein og séra Halldóra
Þorvarðardóttir sem blessaði hótelið.
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í
hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki.
HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR:
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki.
Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn.
Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair
og sérkjör á tengifargjöldum.
Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar.
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
+ Sendu línu á fyrirtaeki@icelandair.is og fáðu nánari upplýsingar.