Frjáls verslun - 01.05.2006, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 35
ÁHRIFA
MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar.
ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR
stjórnarformaður Dagsbrúnar
Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumað-
ur hjá Baugi Group og stjórnar-
formaður Dagsbrúnar, hefur látið
mjög að sér kveða í viðskiptalíf-
inu. Dagsbrún er auðvitað risi á
sviði fjarskipta og fjölmiðlunar
á Íslandi og rekur fyrirtækin Og
Vodafone, Sko og fjölmiðlarisana
365. Þá yfirtók Dagsbrún nýlega
stórveldið Kögun sem er m.a. eig-
andi að Opnum kerfum, EJS og
Skýrr. Þess má geta að Þórdís er
systir Hreiðars Más Sigurðssonar,
forstjóra Kaupþings banka. Þórdís
kenndi um tíma við Háskólann
í Reykjavík og sinnti stjórnarfor-
mennsku í EJS áður en hún var
ráðin til Baugs Group og varð
stjórnarformaður Dagsbrúnar.
Þegar Þórdís er spurð hverju
hún vilji koma til leiðar í viðskipta-
lífinu segir hún: „Sátt milli stjórn-
valda og viðskiptalífsins. Til að við
getum náð enn lengra á alþjóða-
vettvangi þá þarf að vera skilning-
ur og samlyndi á milli stjórnvalda
og viðskiptalífsins. Íslensku útrás-
arfyrirtækin sem hafa haslað sér
völl á erlendum mörkuðum hafa
sýnt að við höfum ýmislegt fram
að færa. Þær leikreglur sem stjórn-
völd hér á landi setja mega því í
engum tilfellum vera íþyngjandi fyr-
ir okkur þannig að þær takmarki
svigrúm fyrirtækja til vaxtar og
heilbrigðrar samkeppni hér á landi
sem og erlendis. Þá þarf viðskipta-
lífið hér á landi á fleirum konum
að halda, en það er sannarlega
von mín að ég geti orðið til að
hjálpa til við það,“ segir Þórdís.
Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON.
HILDUR PETERSEN
stjórnarformaður SPRON, ÁTVR og Kaffitárs
Hildur Petersen var yfir tvo ára-
tugi forstjóri fjölskyldufyrirtæk-
isins Hans Petersen þegar ekki
var algengt að konur gegndu
starfi forstjóra í fyrirtækjum. Á
þeim tíma hafði hún sterk áhrif
í viðskiptalífinu sem fyrirmynd
annarra kvenna við stjórnun fyr-
irtækja. Hún braut einnig blað
þegar hún fyrst kvenna settist
í aðalstjórn Verslunarráðsins,
nú Viðskiptaráðsins, árið 1990.
Hún er stjórnarformaður SPRON,
stærsta sparisjóðs landsins, og
hefur í um tíu ár verið stjórnar-
formaður ÁTVR. Sem stjórnar-
formaður ÁTVR hefur hún haft
talsverð áhrif á vínmenningu
landsmanna. Útlit vínbúðanna
hefur verið stórbætt og upplýs-
ingagjöf við viðskiptavini og vöru-
val aukið, vínbúðum hefur fjölgað
og opnunartími hefur verið lengd-
ur. Þá er Hildur stjórnarformaður
Kaffitárs.
„Íslenskt viðskiptalíf er hluti
af alþjóðlegu umhverfi þar sem
engin minnimáttarkennd ríkir.
Jafnréttisbaráttan er það eina
sem ég leyfi mér að hafa áhyggj-
ur af í dag. Þar miðar okkur of
hægt fyrir minn smekk og hef
ég sannan áhuga á að leggja
mitt af mörkum til þess að við
konur verðum svo dáðar, virtar
og eftirsóttar að við getum valið
úr þeim störfum sem í dag þykja
frekar henta karlmönnum,“ segir
Hildur.