Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 43
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 43
Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0
ANNA GUÐNÝ ARADÓTTIR
framkvstj. markaðssviðs Samskipa.
Anna Guðný hefur lengi verið áberandi í viðskiptalíf-
inu. Hún hóf ferilinn sem framkvæmdastjóri Úrvals-
Útsýnar fyrir um tuttugu árum - en hefur um árabil
verið framkvæmdastjóri markaðssviðs Samskipa.
ARNA HARÐARDÓTTIR
framkvstj. hugbúnaðarhússins Calidris.
Arna varð fyrst þekkt í viðskiptalífinu þegar hún var
um árabil í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum.
Frá árinu 2003 hefur hún verið framkvæmdastjóri hug-
búnaðarhússins Calidris.
BRYNJA HALLDÓRSDÓTTIR
stjórnarm. í Kaupþingi banka.
Brynja varð fyrst áberandi í viðskiptalífinu sem fjár-
málastjóri Verslunarbankans og hún var í fyrsta stjórn-
endateymi Íslandsbanka. Árið 1991 varð hún fjármála-
stjóri Byko. Núna er hún framkvæmdastjóri Norvikur,
sem rekur Byko, Kaupás og fleiri fyrirtæki. Hún er
eina konan sem situr í stjórn Kaupþings banka.
BRYNDÍS HRAFNKELSDÓTTIR
framkvstj. Debenhams.
Bryndís er áhrifakona í gegnum tískuverslunina Deb-
enhams. Hún hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu og
það fór fyrst að bera á henni þegar hún gegndi starfi
fjármálastjóra Hagkaupa.
EDDA RÓS KARLSDÓTTIR
forstöðum. greiningardeildar Landsbankans.
Edda Rós er ein af áhrifamestu konum viðskiptalífins.
Hún er tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsþáttum um
efnahagsmál sem og þekktur fyrirlesari.
EDDA SVERRISDÓTTIR
kaupmaður í Flex.
Edda hefur haft áhrif sem ötull kaupmaður í verslun
sinni, Flex við Bankastræti. Í sjálfu sér ekki stór versl-
un en Edda hefur verið mjög virk innan FKA og látið
til sín taka þar.
ERNA GÍSLADÓTTIR
forstjóri B&L.
Sem forstjóri eins stærsta bílaumboðs á Íslandi, B&L,
hefur Erna verið mjög virk. í viðskiptalífinu. Erna var
formaður í Bílgreinasambandinu í nokkur ár. Hún virð-
ist samt ekki hafa sig eins mikið í frammi og áður.
ERNA HAUKSDÓTTIR
framkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir er ötull talsmaður ferðaþjónustunnar
í landinu. Hún er framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar og var áður framkvæmdastjóri Hótel og
veitingahúsa.
GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR
framkvstj. sölusviðs Actavis Group.
Guðbjörg er önnur tveggja kvenna í framkvæmda-
stjórn Actavis Group, hin er Svafa Grönfeldt. Guðbjörg
vakti fyrst athygli sem aðstoðarforstjóri Delta. Hún
hefur starfað í lyfjaiðnaðinum í þrjátíu ár.
GUÐNÝ HANSDÓTTIR
framkvstj. starfsmannasviðs Atlanta.
Guðný situr í framkvæmdastjórn Air Atlanta og undir
hana heyra öll starfsmannamál þessa flugrisa Íslend-
inga. Air Atlanta er ásamt flugfélaginu Excel megin-
stoðirnar í flugrekstri Avion Group.
Halla Tómasdóttir, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs.
Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex.Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis.