Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 82

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 KYNN ING M jög fjörugt hefur verið á markaðnum undanfarið ár og merkja má verulegar breytingar til hins betra er varðar upplýsingagjöf fyrirtækja,“ segir Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningar- sviðs Kauphallarinnar. Skráningarsvið annast samskipti og þjónustu við útgefendur skráðra verðbréfa. Það sér um skráningu þeirra ásamt móttöku og miðlun frétta og hefur eftirlit með upplýsingaskyldu skráðra félaga. „Viðhorf hafa breyst mikið hvað varðar upplýsingagjöf til fjárfesta. Stjórnendum er ljóst mikilvægi þess að veita góðar og gegnsæjar upplýs- ingar tímanlega og að móta sér stefnu þar að lútandi.“ Upplýsingar ítarlegri og betur unnar Félög birta nú fleiri og ítarlegri tilkynningar en áður og allar upplýsingar sem berast eru betur unnar. Þetta markast sjálfsagt að hluta af erlendri umfjöllun um íslenskt efnahagslíf á síðustu misserum að sögn Kristínar. KAUPHÖLLIN: Upplýsingagjöf og góð fjárfestingartengsl lykilatriði „Aukið gegnsæi eykur trúverðugleika og rannsóknir sýna að marktækur munur er á fjölda viðskipta með bréf félaga sem eru með góða upplýsingagjöf og hinna sem eru það ekki og stjórnendur gera sér grein fyrir þessu.“ Mikilvægur þáttur í að tryggja traust til viðskiptalífsins er að bæta samskiptareglur hluthafa, stjórna og stjórnenda. Verslunarráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll- in gefa út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Þær eru vegvísir um hvernig hátta beri samskiptum hluthafa, stjórna og stjórnenda. Þetta er í samræmi við starf á alþjóðavettvangi um stjórnarhætti fyrirtækja í breyttu og alþjóðavæddu starfsumhverfi. Leið- beiningarnar henta hlutafélögum hvort sem þau eru skráð í Kauphöll Íslands eða ekki. Félögum er ekki skylt að fara að leiðbeiningunum en skráðum félögum ber að taka tillit til þeirra og fylgja svokallaðri „Fylgið eða skýrið“ reglu sem felst í að fylgi félagið ekki leiðbeiningunum ber að skýra frávik og ástæður þeirra í ársreikningi eða ársskýrslu. „Fagnaðarefni er að skráðu félögin hafa tileinkað sér þessi nýju vinnubrögð og fara nær undantekningarlaust að leiðbeiningunum.“ Öflugt eftirliti „Upplýsingagjöfin er drifkraftur virks markaðar. Vilji útgefandi stuðla að virkum viðskiptum og góðri verðmyndun eru upp- lýsingagjöfin og góð fjárfestatengsl lykilatriði. Útgefandi ætti ávallt að veita heiðarlegar og tímanlegar upplýsingar sem gefa glögga mynd af félaginu og rekstrinum. Markaðurinn er mjög öflugur eftirlitsaðili, og ekki eru bara Fjármála- eftirlitið og Kauphöllin með eftirlit á markaði heldur veita greininga- deildir bankanna, viðskiptablöð fjölmiðlanna og fjárfestar sjálfir öflugt eftirlit og eru fljótir að átta sig og senda oft góðar ábendingar sem farið er yfir,“ segir Kristín Rafnar. Kristín Rafnar hefur verið forstöðumaður skráningarsviðs í eitt ár. Í Kauphöllinni eru skráð 25 félög og fimm til viðbótar stefna að skráningu á Aðal- lista. Markaðstorg fjár- málagerninga, iSEC, er í undirbúningi. Hér er Kauphöll Íslands til húsa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.