Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 84

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 KYNN ING Drangey státar af tryggum viðskipavinum Drangey er ein þeirra sérverslana sem hafa lifað af þær breytingar sem urðu fyrir nokkrum árum þegar stóru verslunarkeðjurn-ar með marga vöruflokka fóru að sækja inn á markaðinn. Þá þurftu ýmsir að taka til hendinni og hugsa sinn gang. Sumir gáfust upp en aðrir spýttu í lófana og verslanir þeirra héldu áfram. Drangey er ein af þeim,“ segir María Maríusdóttir, eigandi Drangeyjar í Smáralind. „Við ákváðum að taka þátt í uppbyggingunni í Smáralind sem segja má að hafi kostað blóð, svita og tár, en árangurinn er svo sannarlega að koma í ljós.“ Drangey var stofnsett 1934 en fáar verslanir hér á landi hafa náð jafn háum aldri. Það helgast af því að fyrstu 59 árin var þetta fjölskyldufyrir- tæki Ammendrup-fjölskyldunnar sem leitaðist við að vera með nýjungar á takteinum sem freistuðu viðskiptavinarins. María keypti Drangey fyrir tæpum 11 árum en hafði áður verið „pródúsent“ í 12 ár á Stöð 2 og Sjónvarpinu. Hana langað að breyta til og fara að vinna sjálfstætt og seg- ist ekki hafa séð eftir þeirri ákvörðun einn einasta dag. „Þetta er ákaflega skemmtileg vinna sem krefst mikillar sköpunargáfu.“ Fyrst eftir að Smáralindin tók til starfa var Drangey einnig rekin á Laugaveginum en fyrir tveimur árum var ákveðið að loka versluninni þar vegna þess hve viðskiptin höfðu dalað. „Mér til mikillar gleði hef ég fundið að viðskiptavinirnir hafa haldið tryggð við Drangey. Strax eftir lokunina á Laugavegi sýndi sig að stór hluti við- skiptanna færðist hingað og það fullvissaði mig um að ég hefði gert rétt, enda höfum við lagt okkur fram við að mæta óskum viðskiptavinar- ins í einu og öllu.“ María Maríusdóttir er eigandi Drangeyjar í Smáralind. DRANGEY: Aðalsmerkið er töskur, seðlaveski og hanskar fyrir dömur og herra Rekstur sérvöruverslunar krefst afskap- lega mikillar vinnu sem felst m.a. í að leita uppi og velja vörur sem heilla viðskiptavinina, en vörurnar í Drangey eru frá Ítalíu, Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Hollandi. Svo það er í mörg horn að líta. „Allt frá 1965 hefur aðalsmerki Drangeyjar verið töskur, seðlaveski og hanskar og það breytist aldrei,“ segir María. „Hliðarbúgreinarnar, skartið, skórnir og leðurjakkarnir, hafa bæst við og punta bæði búðina og konurnar mínar. Eins og þær segja gjarnan: Drangey er dótabúð kon- unnar í Smáralind!“ María er í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri, og hefur m.a. setið í stjórn félagsins sl. 2 ár. „Félagsstarfið og samvinnan við þær frábæru konur, sem þar eru, hefur gefið mér bæði áræðni og innblástur til að sækja fram í rekstri á eigin fyrirtæki.“ Heimasíðan er www.drangey.is Parlane-gjafavörurnar fá nú stærra hlutverk en áður og mega við- skiptavinir eiga von á að sjá þær í nýrri verslun sem verður opnuð með haustinu. Smáralind • sími 5288800 • www.drangey.is Töskur Leðurjakkar og minnkasjöl fyrir dömur og herra skór vandaðir og mjúkir - ekki bara töskur skart og skartgripaskrín - mikið úrval Drangey býður þér úrvals vöru og persónulega þjónustu. Komdu – láttu hei l last Drangey í Smáralind.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.