Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
Á næstu dögum verður
opnuð verslunin Epal Design
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þar geta þeir sem um flug-
stöðina fara keypt hönnunar-
vörur, þær sömu og í Epal,
en þó aðeins það sem hægt
er að taka með sér í flugið.
EPAL:
Alvar Aalto kominn í Epal
Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á að sérpanta hvað eina sem við-
skiptavinir óska sé varan ekki til á því augnabliki sem spurt er um hana.
Gildir það auðvitað ekki bara um Artek-húsgögnin heldur allar aðrar
vörur sem Epal selur.
Aðspurð segir Ingibjörg að fólk hafi mikinn áhuga á hinum þekktu
tevögnum Aaltos og ekki síður á klassískum hægindastólum sem hann
hannaði. Ljósin hafa líka vakið mikla athygli þótt þau séu ekki eins
þekkt og margt annað eftir hönnuðinn en eru svo sannarlega snilldar-
hönnun.
Þ að er mikill fengur að því að Epal hefur nú fengið til sölu hönn-un hins þekkta finnska arkitekts, Alvars Aalto. Það er finnska fyrirtækið Artek sem framleiðir og dreifir húsgögnum og ljósum
eftir Aalto. Artek var stofnað árið 1935 af fjórum arkitektum og var
Alvar Aalto þar fremstur í flokki og var fyrirtækinu frá upphafi ætlað
að framleiða verk hans, húsgögn, ljós og textíl, fyrir finnskan markað
jafnt sem heimsmarkað,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, verslunarstjóri
í Epal í Skeifunni.
Ingibjörg hefur starfað í Epal í 9 ár en hún byrjaði að vinna í hús-
gagnabransanum árið 1982 og býr því yfir mikilli þekkingu á þessu
sviði og ekki síður á því hvað Íslendingar vilja hafa á heimilum sínum.
„Það fer ekki á milli mála að fólk er orðið mun meðvitaðra um góða
hönnun en það var þegar ég var að byrja fyrir 24 árum. Mér finnst yngri
kynslóðin jafnvel meðvitaðri um vandaða hönnun en þeir sem eldri eru
þótt það sé auðvitað ekki algilt. Fólk leggur líka töluvert á sig til þess
að eignast vandaða og fallega hluti með það í huga að eiga þá og njóta
sem lengst.“
Í Epal hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að kynna og bjóða hús-
gögn og annan húsbúnað eftir þekkta skandínavíska hönnuði og nú
finnst mörgum sem toppnum hafi verið náð þegar Alvar Aalto hefur
bæst í þann hóp. Hér á landi þekkja menn vel til Aaltos, enda teiknaði
hann Norræna húsið í Vatnsmýrinni og þar innan dyra hefur verið hægt
að berja augum húsgögn eftir þennan fræga hönnuð.
Ljós og húsgögn jöfnum höndum „Við komum til með að verða
hér með mikið úrval af húsgögnum eftir Alvar Aalto og einnig ljós sem
hann hefur hannað en þau eru ekki eins þekkt hér á landi og húsgögnin.
Alvar Aalto.
Ingibjörg Friðjónsdóttir er verslunarstjóri í Epal.