Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 104

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 KYNN ING Gull & Silfur er verslun sem Reykvíkingar þekkja vel. Hún flutti að Laugavegi 52 í febrúar í fyrra en hafði verið í 34 ár á Lauga-vegi 35. Kristjana Ólafsdóttir verslunarstjóri segir að breytingin hafi sannarlega orðið til góðs, fastir viðskiptavinir hafi haldið tryggð við verslunina þrátt fyrir flutninginn og stöðugt bætist nýir í hópinn, bæði útlendingar og Íslendingar. Gull & Silfur hefur verið fjölskyldufyrirtæki frá byrjun, í 35 ár. Sig- urður og Magnús Steinþórssynir stofnuðu fyrirtækið með foreldrum sínum, Sólborgu S. Sigurðardóttur og Steinþóri Sæmundssyni sem rak um árabil verslunina „Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes“ á Laugavegi 30. Fyrir 18 árum keyptu Sigurður og Kristjana, kona hans, verslunina og nú hefur nýr gullsmiður bæst í hópinn í fjölskyldunni, dóttir þeirra, Sólborg Sumarrós, sem er orðin gullsmíðameistari. Gullsmiðir hafa því verið starfandi innan fjölskyldunnar yfir 70 ár og eru enn að. Kristjana lærði líka gullsmíði hjá manni sínum og lauk öllu nema sveinsstykkinu sem hún segist ætli að láta bíða efri áranna. Hún bætir við að gullsmíða- þekkingin komi sér vel þegar hún þarf að veita upplýsingar og leiðbeina viðskiptavinum varðandi gull- og silfurmuni í versluninni. Flugan, Skrautfjöðrin og Gríman Gull & Silfur er þekkt fyrir sér- smíði og ekki síður þekkingu Sigurðar á demöntum en hann sérmennt- aði sig í að vinna með þá. „Við smíðum mikið af skartgripum og öðru sem aldrei nær að koma fram í búð,“ segir Kristjana. „Fólk kemur hingað með ákveðnar óskir, hluturinn er teiknaður og gullsmiðir okkar smíða hann fyrir viðskiptavininn. Sigurður hefur líka gert mikið af því að hanna og smíða verðlaunagripi. Dæmi um þá eru Gríman, Íslensku leiklistarverðlaunin, og Flugan, verðlaunagripur sem veittur hefur verið í 25 ár þeim sem dregið hefur stærsta fiskinn á flugu á veiðisvæði Stanga- veiðifélagsins hvert ár. Þá má nefna Skrautfjöðrina, 14k. handsmíðaða fjöður, heiðursverðlaun fyrir tónlistarframlag í söng- lagakeppni Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hana hlaut m.a. Sigfús Halldórsson fyrir Litlu fluguna og fleiri lög. Fjöðrin var skreytt með lítilli flugu með demanta í augunum. Á fjöður sem Björg- vin Halldórsson hlaut var nákvæm eftirlíking af mótorhjóli með öllum aukahlutum, skírskotun til lagsins Riddari götunnar. Gull & Silfur leggur sig sérstaklega eftir að vera með trúlofun- arhringa við allra hæfi og reyndar allt fyrir ástfangið fólk, að sögn Kristjönu, og ekki má heldur gleyma morgungjöfunum. Annars þarf enginn að hafa áhyggjur af að finna ekki gjöf við hæfi í versluninni, allt frá einhverju fal- legu fyrir ungabarnið upp í veglega gjöf fyrir ástvini, vini eða samstarfsmenn. Sé gjöfin ekki til er ekkert einfaldara en að fá hana sérsmíðaða. GULL OG SILFUR: „Laugavegurinn er og hefur alltaf verið staður þar sem sérverslanir á borð við Gull & Silfur eiga heima Sérsmíði og gjafir fyrir ástfangið fólk Kristjana Ólafsdóttir í Gull&Silfur er sjálf gullsmiður. Gull & Silfur er nú að Laugavegi 52.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.