Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 112

Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR HF.: Þrjár konur í framkvæmdaráði FLE hf. Þ að má teljast nokkuð óvenjulegt að í framkvæmda-ráði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) skuli konur vera í meirihluta, þrjár konur af fimm ráðs- mönnum. Í ráðinu eru Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, Elín Árnadóttir, forstöðumaður fjármálasviðs og staðgengill forstjóra, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumað- ur viðskiptaþróunarsviðs, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, forstöðumaður starfsþróunarsviðs, og Stefán Jónsson, forstöðumaður fasteignasviðs. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er hlutafélag í eigu ríkisins sem á og rekur FLE og rekur einnig dótturfé- lagið, Fríhöfnina ehf., sem er með verslunarreksturinn í Fríhöfninni. Auk framkvæmdaráðsins er starfandi sam- eiginlegt markaðsráð rekstraraðila í flugstöðinni en sam- skiptin við þá heyra undir Hrönn sem forstöðumanns viðskiptaþróunarsviðs. Brugðist við farþegafjölgun Miklar breytingar standa yfir í Flugstöðinni, bæði innan dyra og utan, og er m.a. verið að tvöfalda fjölda verslana og veitingastaða. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2007. Markmið stækkunar og breytinga í flugstöðinni er að auka þjónustu og fjölbreytileika hennar. Áætlað er að farþegafjöldinn nái 3,2 milljónum árið 2015, hann stefnir í 2,0 milljónir í ár, en var aðeins um 460 þúsund þegar fyrsta skóflustungan var tekin árið 1983. Frá árinu 2002 hefur aukning farþega verið um 50%. Breytingarnar í flugstöðinni miðast við að einfalda allan rekstur og meginmarkmiðið er að sjálfsögðu að greiða götu farþeganna. Allar breytingar byggja á niðurstöðum úr könnunum og þarfagreiningum sem hafa sýnt hvar breytinga er þörf og hverjar þær ættu að verða, að sögn þeirra Elínar, Hrannar og Sóleyjar sem allar hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd breyt- inganna frá byrjun. Mikil þjónusta á skömmum tíma Á hverjum degi fara þúsundir manns um flugstöðina. Mest er umferðin á morgnana þegar afgreiða þarf allt upp í tvö-þrjú þús- und farþega á klukkustund. Gera þarf kröfu til mikils hraða og nákvæmni allra þeirra sem þjónustuna veita svo að allt gangi vel fyrir sig. Starfsmannamálin heyra undir Sóleyju R. Ragnars- dóttur sem segir að mikils sé krafist af starfsmönnum í Flugstöðinni og þurfi þeir m.a. að fara á flugverndar- námskeið í samræmi við kröfur frá Alþjóða flugmála- stofnuninni áður en þeir geta hafið störf. Starfsmenn FLE og Fríhafnar- innar eru um 130 talsins og á sumrin fjölgar þeim um 80-90 manns. Þannig að heildarfjöldi er um 220. Við þetta bætast svo starfsmenn annarra verslana og þjónustuaðila og segja þær stöllur að trúlega vinni á flugstöðvarsvæðinu um tvö þúsund manns. Allar breytingar í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar miða að því að bæta þjónustuna við þá sem um flugstöðina fara, en um 50% aukning far- þega hefur orðið þar á fjórum árum Hrönn Ingólfsdóttir, Elín Árnadóttir og Sóley R. Ragnars- dóttir eru í fram- kvæmdaráði FLE hf. Flugstöð Leifs Eiríkssonar KYNN ING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.