Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR HF.:
Þrjár konur í framkvæmdaráði FLE hf.
Þ að má teljast nokkuð óvenjulegt að í framkvæmda-ráði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) skuli konur vera í meirihluta, þrjár konur af fimm ráðs-
mönnum. Í ráðinu eru Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
FLE, Elín Árnadóttir, forstöðumaður fjármálasviðs og
staðgengill forstjóra, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumað-
ur viðskiptaþróunarsviðs, Sóley Ragna Ragnarsdóttir,
forstöðumaður starfsþróunarsviðs, og Stefán Jónsson,
forstöðumaður fasteignasviðs.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er hlutafélag í eigu
ríkisins sem á og rekur FLE og rekur einnig dótturfé-
lagið, Fríhöfnina ehf., sem er með verslunarreksturinn
í Fríhöfninni. Auk framkvæmdaráðsins er starfandi sam-
eiginlegt markaðsráð rekstraraðila í flugstöðinni en sam-
skiptin við þá heyra undir Hrönn sem forstöðumanns
viðskiptaþróunarsviðs.
Brugðist við farþegafjölgun Miklar breytingar standa
yfir í Flugstöðinni, bæði innan dyra og utan, og er m.a.
verið að tvöfalda fjölda verslana og veitingastaða. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdum ljúki vorið 2007. Markmið stækkunar og breytinga í
flugstöðinni er að auka þjónustu og fjölbreytileika hennar. Áætlað er að
farþegafjöldinn nái 3,2 milljónum árið 2015, hann stefnir í 2,0 milljónir
í ár, en var aðeins um 460 þúsund þegar fyrsta skóflustungan var tekin
árið 1983. Frá árinu 2002 hefur aukning farþega verið um 50%.
Breytingarnar í flugstöðinni miðast við að einfalda
allan rekstur og meginmarkmiðið er að sjálfsögðu
að greiða götu farþeganna. Allar breytingar byggja á
niðurstöðum úr könnunum og þarfagreiningum sem
hafa sýnt hvar breytinga er þörf og hverjar þær ættu að
verða, að sögn þeirra Elínar, Hrannar og Sóleyjar sem
allar hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd breyt-
inganna frá byrjun.
Mikil þjónusta á skömmum tíma Á hverjum degi
fara þúsundir manns um flugstöðina. Mest er umferðin
á morgnana þegar afgreiða þarf allt upp í tvö-þrjú þús-
und farþega á klukkustund. Gera þarf kröfu til mikils
hraða og nákvæmni allra þeirra sem þjónustuna veita
svo að allt gangi vel fyrir sig.
Starfsmannamálin heyra undir Sóleyju R. Ragnars-
dóttur sem segir að mikils sé krafist af starfsmönnum
í Flugstöðinni og þurfi þeir m.a. að fara á flugverndar-
námskeið í samræmi við kröfur frá Alþjóða flugmála-
stofnuninni áður en þeir geta hafið störf. Starfsmenn FLE og Fríhafnar-
innar eru um 130 talsins og á sumrin fjölgar þeim um 80-90 manns.
Þannig að heildarfjöldi er um 220. Við þetta bætast svo starfsmenn
annarra verslana og þjónustuaðila og segja þær stöllur að trúlega vinni á
flugstöðvarsvæðinu um tvö þúsund manns.
Allar breytingar í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar
miða að því að bæta
þjónustuna við þá sem
um flugstöðina fara, en
um 50% aukning far-
þega hefur orðið þar á
fjórum árum
Hrönn Ingólfsdóttir,
Elín Árnadóttir og
Sóley R. Ragnars-
dóttir eru í fram-
kvæmdaráði FLE hf.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
KYNN ING