Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 122

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 B erglind Ásgeirsdóttir lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1978 og MA-prófi í alþjóða- tengslum frá Boston University árið 1985. Hún hóf störf í utan- ríkisráðuneytinu árið 1979 og nokkrum árum síðar hóf hún störf við sendiráð Íslands í Bonn jafnframt því að sinna störf- um hjá Evrópuráðinu í Strasborg. Hún vann í sendiráði Íslands í Stokkhólmi í nokkur ár. Berglind varð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu árið 1988 fyrst kvenna. Hún vann þar til ársins 1996 þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri Norður- landaráðs. Hún var fyrsta konan og fyrsti Íslendingurinn sem gegnir því starfi. Hún vann síðan aftur í félagsmálaráðuneytinu þar til 2002 þegar hún var ráðin aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá OECD. Hún gegnir því starfi þar til í ágúst. „Ég tel að það skipti máli að kona gegni starfi aðstoðarframkvæmdastjóra OECD og að aðstoðarframkvæmdastjórarnir komi ekki eingöngu frá stóru ríkjunum innan OECD. Ég tel mig hafa haft áhrif varðandi jafnréttismál og ekki síður að bakgrunnur minn í stjórnsýslu á Íslandi hafi nýst vel en við horfum gjarnan á hagnýtar og nærtæk- ar lausnir. Ísland er á margan hátt áhuga- vert í samstarfi ríkjanna og margt sem okkur hefur tekist afar vel með sem eru góð fordæmi. Ég vil þar nefna lífeyrismál, atvinnuþátttöku og frumkvöðlaanda.“ Það hæsta innan OECD Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi á aldrin- um 15-64 ára er 83,5% sem er það hæsta innan OECD. Næst kemur Svíþjóð með 76,6%. „Íslenskir karlmenn eru með hæstu atvinnuþátttöku innan OECD, 89,8%. Sviss kemur næst okkur með 87,4% en þar er atvinnuþátttaka kvenna hins vegar 74,3%. Það sem er athyglisvert við Ísland er hæsta atvinnuþátttaka kvenna en jafnframt ein mesta frjósemi innan OECD. Staðan er hins vegar þannig til dæmis í Þýskalandi og Sviss að 40% kvenna með háskólapróf eru barnlausar. Það er ljóst að leikskólar og fjölskylduvæn stefna skiptir miklu máli varðandi atvinnuþátttöku kvenna. Aukin þátttaka kvenna hefur verið ein meginá- stæða aukinnar atvinnuþátttöku síðustu áratugi. Þetta hefur tengst því að yngri konur eru betur menntaðar en þær sem eldri eru og eiga því auðveldara með að fá vinnu. Þar sem atvinnuþátttaka kvenna er farin að nálgast atvinnuþátttöku karla í mörgum löndum verður ekki unnt að ná frekari aukningu nema fjarlægðir séu þeir þættir sem draga úr atvinnuþátttöku kvenna. Skattlagning hefur áhrif en víða um lönd eru hjón samsköttuð. Einnig hef- ur áhrif hvort stuðningur við fjölskyldur er fólginn í leikskólaplássum eða beinum fjárhagsstuðningi við foreldra. Hið síðar- nefnda myndi til dæmis draga úr atvinnu- þátttöku kvenna. Fæðingarorlof hefur einnig áhrif en ég held að Ísland sé enn sem komið er eina landið sem hefur tryggt foreldrum jafnan, óframseljanlegan rétt til fæðingarorlofs.“ Berglind segir að það sé staðreynd að aukin atvinnuþátttaka kvenna hefur verið ein af burðarstoðum hagvaxtar í OECD- löndunum í áratugi og verði það í framtíð- inni. Menntun íslenskra kvenna á aldrinum 25-64 ára er með því betra sem tíðkast inn- „Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi á aldrinum 15-64 ára er 83,5% sem er það hæsta innan OECD,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD. Hún bendir þó á að konur hafi ekki sambærileg áhrif og ætla mætti af þessari miklu atvinnuþátttöku. BERGLIND AÐSTOÐAR FORSTJÓRI OECD TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: HREINN HREINSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.