Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 123

Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 123
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 123 an OECD en þó eru lönd eins og Kanada, Bandaríkin, Þýskaland, Lúxemburg og Nor- egur fyrir ofan okkkur svo dæmi séu tekin. Ef við tökum bara konur á aldrinum 25-34 ára þá er meðalnámstími íslenskra kvenna 13,5 ár en fyrir ofan okkur eru meðal ann- ars Ástralía, Kanada, Finnland, Írland, Lúx- emborg, Holland, Noregur og Bandaríkin. 29% Íslendinga á aldrinum 25-34 ára er með háskólapróf sem er það sama og meðaltalið hjá OECD.“ Kynbundinn munur á námsvali „OECD kemur með úttektir og tillögur til ríkisstjórna hvernig hægt sé að auka hag- vöxt og hagsæld. Horft er jafnt til félags- legra, umhverfislegra og efnahagslegra þátta. Verið er að auka jafnréttissýn á mál. Árlega gefum við út aragrúa tölfræði- rita þar sem upplýsingar hafa ekki verið nægilega kyngreindar. Nú er væntanlegt fyrsta tölfræðiritið sem leggur meginá- herslu á kynjafókus. Í þessu sambandi er gott að hafa í huga að í jafnréttislögum á Íslandi er mælt fyrir um að öll tölfræði skuli vera kyngreind ef það er mögulegt. Ég held að Ísland hafi verið fyrsta landið til að gera þetta og þetta hefur verið við- miðunarregla á hinum Norðurlöndunum. Fyrir stofnun eins og OECD, sem tjáir sig ekki um það sem hún getur ekki mælt, þá er kyngreind tölfræði lyk- ilatriði.“ Innan OECD eru 28,3% kvenna í stjórnunarstörf- um. Hlutfallið er 26% í Dan- mörku og 30% í Svíþjóð. Hlutfallið er að meðaltali 36% í enskumælandi lönd- unum Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Írlandi. Hlutfallið í Banda- ríkjunum er 46% en lægst á Írlandi, 29%. „Það er ljóst að þrátt fyrir aukna mennt- un kvenna jafnt á Íslandi sem í öðrum OECD-löndum þá hafa þær ekki náð sam- bærilegum áhrifum og karlar. Kynbundinn munur á námsvali hefur hér áhrif að ein- hverju leyti. Konur og karlar með sömu menntun virðast leggja fyrir sig mismun- andi störf. Konur virðast leita meira í hinn opinbera geira. Ég tók nýlega þátt í ráðstefnu um kon- ur í vísindum. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að þeim konum hafi fjölgað sem leggja stund á raungreinar og vísindi þá eru tiltölulega fáar konur við störf á þessu sviði í einkageiranum og enn síður í fyrirsvari rann- sókna. Konur eiga alveg jafn- mikið erindi og karlar í að stofna, reka og stýra fyrirtækjum. Konur verða sjálfar að ryðja sér braut til aukinna áhrifa og til þess geta þær not- að samtakamátt sinn. Ég trúi því að auk- in menntun kvenna, samhliða fjölskyldu- vænni stefnu stjórnvalda, eigi eftir að skila konum til aukinna áhrifa. Það er allt samfé- lagið sem líður fyrir það ef konur fá ekki að nýta að fullu hæfileika sína. Hagvöxtur á að geta vaxið enn frekar ef við náum að virkja konur betur á öllum sviðum samfé- lagsins.“ BERGLIND AÐSTOÐAR FORSTJÓRI OECD TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: HREINN HREINSSON Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD. „Allt samfélagið líður fyrir það ef konur fá ekki að nýta að fullu hæfileika sína.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.