Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 127

Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 127
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 127 N ámskeiðið „Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur“ er hluti af MA-námi í „fræðslustarfi og stjórnun“ sem við bjóðum upp á í uppeldis- og menntunarfræði við fé- lagsvísindadeild. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum aukna innsýn í hlutverk leiðtoga og stjórnenda í skólum, stofnunum og fyrirtækjum.Við erum að mennta fólk sem hyggst fara í stjórnunar- störf í skólum eða fræðslustjórn í stofnun- um og fyrirtækjum. Ég og Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor kennum námskeiðið saman. Við leggjum í fyrsta lagi mikla áherslu á samskiptaþátt- inn; hvernig góður stjórnandi hefur sam- skipti. Þá er fjallað um helstu kenningar og rannsóknir á leiðtogum og stjórnendum, og þar ákváðum við að taka kynjafræði- lega þáttinn sterkt inn, við fjöllum um sérstöðu kvenna sem stjórnenda og um leið muninn á kynjunum. Einnig fjöllum við um hvað stjórnendur í fyrirtækjum og skólum þurfa að gera vegna jafnréttislaga en þar er þess krafist að gerðar séu jafnrétt- isáætlanir þar sem starfsmenn eru fleiri en 25 sem meðal annars eiga að taka á launa- misrétti kynja og „hins gullna jafnvægis“ á milli vinnustaða og heimila. Þá er áhersla á mikilvægi mentora og tengslaneta og síð- ast en ekki síst á nýjustu strauma í stjórn- unarfræðum.“ Að vera þær sjálfar Niðurstöður rannsókna á mun á konum og körlum sem stjórnendum eru mismunandi. Guðný segir að mörgum finnist meginmál- ið ekki vera það hvort kynjamunur sé á þessum stjórnendum en það sé athyglis- verðara að leiðtogahlutverkið virðist kynj- að; að þegar fólk hugsar um leiðtoga og stjórnendur þá komi karl gjarnan fyrst upp í huga margra. „Þar af leiðandi býst fólkið við körlum og konur eiga erfiðara uppdrátt- ar með að sækja um þessar stöður og kom- ast í þær. Þegar þær eru hins vegar komn- ar í stjórnendastöður kemur í ljós að þær eru að gera mikið til réttu hlutina og gera þá mjög vel. Vandinn sem konur mæta er þess vegna ekki síst að það eru gerðar aðr- ar væntingar til þeirra og þær verða að stýra með hliðsjón af því. Það þýð- ir ekkert fyrir konu að vera eins og herforingi og stjórna kvenundirmönn- um þó að karlarnir í fyrirtækinu geti það. Henni yrði bara hafnað. Konur hlusta vel og eru oft taldar næm- ari en karlar og þær tileinka sér yfirleitt lýðræðislegan stjórnunarstíl. En þar sem væntingarnar eru karltengdar og þær fáar reyna þær stundum að hegða sér eins og karlar til að falla inn í hópinn. Þá er hætta á að þær njóti sín ekki í starfi því það þarf að vera heil manneskja til að njóta sín sem sterkur leiðtogi eða stjórnandi. Sterkir stjórnendur þurfa að vera heilir, trúverð- ugir og helst glæsilegir sem einstaklingar en þannig geislar af þeim styrkleiki og öryggi. Ein mistökin sem konur gera oft er að þær fara í jakkafötin til þess að falla inn í hópinn. Þar með missa þær sérstöðu og skína ekki sem þeir einstaklingar sem þær eru. Þeim líður oft illa í þessari múnderingu og það veikir þær sem leiðtoga. Ég ráðlegg konum að vera fyrst og fremst í því sem þeim líður vel í og reyna umfram allt að vera glæsilegar og sýna sína sérstöðu. Ef kona er alltaf í fötum sem passa ekki við persónuleika hennar eða reynir að tala með dýpri róm, samanber Margaret Thatcher sem lét breyta rödd sinni til að líkjast karlmanni, þá verður hún ekki trúverð- ug. Ég held þess vegna að það sé mikilvægt að fræða fólk um það að leiðtogar og stjórnendur séu af báðum kynjum og að leiðtogahlutverkið eigi ekki að vera kynjað. Þá geta konur frekar leyft sér að vera þær sjálfar, jafnvel þó að þær séu fáar í hópi viðkomandi toppa. Á meðan konur eru fáar, eða minna en 20%, sem leiðtogar og stjórnendur koma fram staðalmyndir samkvæmt rannsóknum - til dæmis sú umhyggjusama, daðrarinn eða nornin - og það getur verið jafn vont fyrir konur að afneita þessum staðalmyndum og að gangast við þeim. Því er fjölgun kvenleið- toga mjög mikilvæg til að þær geti notið sín sem einstaklingar eða í leiðtogateymi eins og karlar.“ Námskeiðið „Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur“ er kennt við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor bendir á að leiðtogahlutverkið sé kynjað, að sumir viðurkenni því ekki konur sem yfirmenn sína og að kynbundnar væntingar veiki konur í stjórnunarstöðum. KONUR OG KARLAR SEM LEIÐTOGAR OG STJÓRNENDUR TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIRMYND: GEIR ÓLAFSSON „Þegar konur eru hins vegar komnar í stjórn- endastöður kemur í ljós að þær eru að gera mikið til réttu hlutina og gera þá mjög vel.“ S T J Ó R N U N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.