Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 138

Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 É g starfa í alþjóðafjármáladeild hjá stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna en mitt sérsvið er fjármálafræði þar sem áhersla er lögð á grein- ingu hátíðnigagna, en það eru greining gagna með mínútu- og jafnvel sekúndumilli- bili á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ég sinni einnig ýmsum hagrannsóknum og tölfræði,“ segir Sigríður sem er doktor í hagfræði frá Yale háskóla í Bandaríkj- unum. „Doktorsritgerðin mín fjallaði um markaðsvaka á verðbréfamarkaðnum í New York og hvernig samskipti þeirra við aðra hlutabréfamiðlara getur haft áhrif á skammtíma verðmyndun. Þetta er flókið samspil og erfitt að greina frá niðurstöðum í stuttu máli án þess að einfalda þær um of en það er þó ljóst að þessir markaðsvakar, sem er fólk sem gefur upp söluverð á hluta- bréfum á verðbréfamörkuðum, og flest við- skipti fara í gegnum þá, hafa upplýsingar um framtíðarhreyfingar á verði hlutabréfa sem þeir nýta sér til þess að hámarka m.a. hagnað sinn. Rannsókn mín snerist sem sagt um áhrif hegðunar þessara mark- aðsvaka á verðmyndun á verðbréfamark- aðnum í New York.“ Þrjár gráður og þrír strákar Sigríður segir að hagfræðin hafi fljótlega heillað sig. „Mér hefur alltaf þótt gaman að og gengið vel í stærðfræði. Ég var í Versl- unarskóla Íslands, fór síðan í hagfræði í Há- skóla Íslands og að henni lokinni skellti ég mér í tölvunarfræðina. Mig langaði að læra meiri stærðfræði og fannst ögrun að takast á við tölvunarfræðina þar sem ég hafði alltaf haft lúmska tölvufóbíu. Ég fór því verulega út fyrir þægindarammann þar,“ segir hún og hlær. „En það var alveg þess virði, gekk reglulega vel og ég féll fljótlega fyrir nánast öllu sem viðkemur tölvum og það kemur sér mjög vel í núverandi rann- sóknum mínum.“ Leiðin lá síðan til Bandaríkjanna þar sem hún tók MA-gráðu og M.Phil.-gráðu í hagfræði við Yale-háskólann, eignaðist þrjá stráka og lauk svo doktorsprófi þaðan á síðasta ári. ,,Já, það er svo sannarlega búið að vera nóg að gera,“ segir hún og hlær. „Strákarnir mínir, Benedikt Jens, 6 ára, Kristján Geir, 4 ára, og Arnar Helgi, 1 árs, halda manni líka alveg við efnið. Mað- urinn minn, Arnar Geirsson, er nú að ljúka sérfræðingsnámi í hjartaskurðlækningum við University of Pennsylvania í Fíladelfiu svo það hefur verið góður þriggja tíma akst- ur á milli okkar undanfarið ár. Þetta hefur samt allt blessast, ekki síst fyrir með góðri hjálp au-pair stúlkunnar minnar, hennar Ásdísar Blöndal. Hér í Bandaríkjunum er umræðan um kvenréttindi þó dálítið frábrugðin því sem er heima, sérstaklega á vinnumarkaði. Ef þú vilt ná langt og eiga stóra fjölskyldu þá verður þú að eiga góðan maka eða hafa góða hjálp til þess að allt geti gengið upp og það á jafnt við um konur og karla. Hér er ekki verið að velta kyni svo mikið fyrir sér SIGRÍÐUR Í SEÐLABANKA BANDARÍKJANNA Það má segja að Sigríður Benediktsdóttir sé í eldlínu alþjóðafjármála þar sem hún starfar fyrir stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna í Washington. TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR V I N N U R F Y R I R S E Ð L A B A N K A B A N D A R Í K J A N N A MEÐ ÞRJÁR GRÁÐUR Í HAGFRÆÐI:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.