Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
É
g starfa í alþjóðafjármáladeild hjá
stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna
en mitt sérsvið er fjármálafræði
þar sem áhersla er lögð á grein-
ingu hátíðnigagna, en það eru greining
gagna með mínútu- og jafnvel sekúndumilli-
bili á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ég
sinni einnig ýmsum hagrannsóknum og
tölfræði,“ segir Sigríður sem er doktor
í hagfræði frá Yale háskóla í Bandaríkj-
unum. „Doktorsritgerðin mín fjallaði um
markaðsvaka á verðbréfamarkaðnum í
New York og hvernig samskipti þeirra við
aðra hlutabréfamiðlara getur haft áhrif á
skammtíma verðmyndun. Þetta er flókið
samspil og erfitt að greina frá niðurstöðum
í stuttu máli án þess að einfalda þær um of
en það er þó ljóst að þessir markaðsvakar,
sem er fólk sem gefur upp söluverð á hluta-
bréfum á verðbréfamörkuðum, og flest við-
skipti fara í gegnum þá, hafa upplýsingar
um framtíðarhreyfingar á verði hlutabréfa
sem þeir nýta sér til þess að hámarka
m.a. hagnað sinn. Rannsókn mín snerist
sem sagt um áhrif hegðunar þessara mark-
aðsvaka á verðmyndun á verðbréfamark-
aðnum í New York.“
Þrjár gráður og þrír strákar
Sigríður segir að hagfræðin hafi fljótlega
heillað sig. „Mér hefur alltaf þótt gaman að
og gengið vel í stærðfræði. Ég var í Versl-
unarskóla Íslands, fór síðan í hagfræði í Há-
skóla Íslands og að henni lokinni skellti ég
mér í tölvunarfræðina. Mig langaði að læra
meiri stærðfræði og fannst ögrun að takast
á við tölvunarfræðina þar sem ég hafði
alltaf haft lúmska tölvufóbíu. Ég fór því
verulega út fyrir þægindarammann þar,“
segir hún og hlær. „En það var alveg þess
virði, gekk reglulega vel og ég féll fljótlega
fyrir nánast öllu sem viðkemur tölvum og
það kemur sér mjög vel í núverandi rann-
sóknum mínum.“
Leiðin lá síðan til Bandaríkjanna þar
sem hún tók MA-gráðu og M.Phil.-gráðu
í hagfræði við Yale-háskólann, eignaðist
þrjá stráka og lauk svo doktorsprófi þaðan
á síðasta ári. ,,Já, það er svo sannarlega
búið að vera nóg að gera,“ segir hún og
hlær. „Strákarnir mínir, Benedikt Jens, 6
ára, Kristján Geir, 4 ára, og Arnar Helgi, 1
árs, halda manni líka alveg við efnið. Mað-
urinn minn, Arnar Geirsson, er nú að ljúka
sérfræðingsnámi í hjartaskurðlækningum
við University of Pennsylvania í Fíladelfiu
svo það hefur verið góður þriggja tíma akst-
ur á milli okkar undanfarið ár. Þetta hefur
samt allt blessast, ekki síst fyrir með góðri
hjálp au-pair stúlkunnar minnar, hennar
Ásdísar Blöndal.
Hér í Bandaríkjunum er umræðan um
kvenréttindi þó dálítið frábrugðin því sem
er heima, sérstaklega á vinnumarkaði. Ef
þú vilt ná langt og eiga stóra fjölskyldu þá
verður þú að eiga góðan maka eða hafa
góða hjálp til þess að allt geti gengið upp
og það á jafnt við um konur og karla. Hér er
ekki verið að velta kyni svo mikið fyrir sér
SIGRÍÐUR
Í SEÐLABANKA
BANDARÍKJANNA
Það má segja að Sigríður Benediktsdóttir sé í eldlínu alþjóðafjármála þar
sem hún starfar fyrir stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna í Washington.
TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR
V I N N U R F Y R I R S E Ð L A B A N K A B A N D A R Í K J A N N A
MEÐ ÞRJÁR GRÁÐUR Í HAGFRÆÐI: