Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 152

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 152
152 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS: Sala vöru og þjónustu er markmið kynningarstarfsins Erna Björnsdóttir hefur verið forstöðumaður upplýsingasviðs Útflutningsráðs í rúm fimm ár. M eginhlutverk Útflutningsráðs Íslands er að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu erlend-is og miðast öll verkefni að því að fyrirtækin nái sölu, að sögn Ernu Björnsdóttur, forstöðumanns upplýsingasviðs Útflutningsráðs. Erna hefur starfað í rúm fimm ár hjá Útflutningsráði en áður vann hún í tæpt ár hjá Fjárfestingarstofunni sem nú heyrir undir Útflutningsráð og er ætlað að laða til landsins erlenda fjárfesta. „Skipulagning sýningarþátttöku er grunnurinn að starfsemi okkar og kannski það sem við erum þekktust fyrir. Þátttaka í sýningum hefur aukist mikið, áður var farið á 7-8 sýningar á ári en nú eru þær hátt í 20 talsins. Fyrrum voru þetta nær eingöngu sjávarútvegssýningar en nú er m.a tekið þátt í hönnunar- og líftæknisýningum, sýningum á farsíma- lausnum og kaupstefnum um tónlist, auk þess sem farið er á hestamót erlendis með vörur sem tengjast íslenska hestinum.“ Útflutningsráð skipuleggur ferðir sendinefnda til útlanda t.d. í tengslum við opinberar heimsóknir. Íslensku þátttakendurnir funda með fyrirtækjum í því landi sem heimsótt er og haldin er ráðstefna þar sem kynnt eru íslensku fyrirtækin, íslenskt viðskiptalíf og viðskiptaumhverfi. Á sama hátt er Útflutningsráð erlendum sendinefndum og blaða- mönnum sem hingað koma innan handar við að veita upplýsingar og koma á tengslum við íslensk fyrirtæki. Þá má nefna að markaðsráðgjafar starfa erlendis fyrir íslensk fyrirtæki og samstarf er við viðskiptafulltrúa í sendiráðum Íslands og er það starf ómetanlegt í íslenskri útrás. Löng og stutt námskeið Ráðgjöf og fræðsla skipar einnig stóran sess í starfinu. Haldin eru bæði stutt og löng námskeið og sem dæmi um stutt námskeið má nefna námskeið haldin í samstarfi við Mími um hvernig svara skuli í síma á ensku en þeir sem annast símsvörun eru fyrsta rödd fyrirtækisins og því nauðsynlegt að þeir kunni að koma fyrir sig orði á ensku. Lengri námskeið hafa m.a. verið haldin um sölutækni og samstarf við umboðsmenn og sérsniðin námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu. „Flaggskipið okkar er Útflutningsaukning og hagvöxtur, níu mánaða námskeið. Fulltrúar u.þ.b. 10 fyrirtækja hittast þá í hverjum mánuði og fá leiðsögn um hvað eina sem tengist markaðssetningu og útflutningi og vinna með ráðgjafa að gerð útflutningsskýrslu en fulltrúar fyrirtækja á borð við Össur og Bakkavör stigu einmitt sín fyrstu skref á þessu nám- skeiði. Sextándi hópurinn var að útskrifast og við segjumst gjarnan gera þá kröfu að fyrirtækin standi sig ekki síður en fyrirrennararnir og verði í sömu sporum og þeir eftir 10 ár!“ segir Erna og brosir glettnislega. KYNN ING Upplýsingasvið Útflutningsráðs svarar fyrirspurnum íslenskra fyrirtækja um fjölmargt er tengist útflutningi og aðstoðar þau við leit á samstarfsaðilum fyrir milli- göngu Euro Info Centre netsins sem Útflutningsráð á aðild að.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.