Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 160
160 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
HÚSASMIÐJAN HF.:
Með sterka stöðu í mikilli samkeppni
Byggingavöruverslanir og þjónusta við byggingaverktaka hefur lengst af verið í höndum karlmanna en konur hafa þó hægt og bítandi verið að hasla sér völl á þeim vettvangi og getið sér
gott orð. Ein þessara vösku kvenna er Sigrún K. Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Húsasmiðjunni. Hver er hennar sýn á
þennan heim?
„Það hafa orðið gífurlegar breytingar síðan ég byrjaði síðla árs 1997
en þá rak Húsasmiðjan fjórar verslanir og starfsmenn voru um 250. Í
ársbyrjun 1998 opnuðum við klukkuverslun í Grafarvogi. Sama ár opn-
uðum við verslanir á Hvolsvelli og á Selfossi í kjölfar
kaupa á rekstri þar og síðan rak hver verslunin aðra
um land allt. Í dag eru Húsasmiðjuverslanirnar 22
og með verslunum Blómavals, Ískrafts og H.G.
Guðjónssonar, sem einnig eru í eigu Húsasmiðj-
unnar, eru verslanirnar 31 talsins.
Dagleg störf mín hafa líka breyst mikið á þess-
um tíma. Ég byrjaði sem aðalbókari, varð síðan
fjármálastjóri og tók loks við stöðu framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs um sl. áramót. Ég ber ábyrgð á
fjármálum og starfsmannahaldi félagsins. Aukning
umsvifanna sést líka í mikilli fjölgun starfsmanna.
Stöðugildin eru nú um 750, en á sumrin fer fjöldi
starfsmanna yfir 1000, þannig að það er í mörg
horn að líta.“
Gott samstarf við viðskiptavini og starfsmenn
„Daglega nýt ég þess að þjóna viðskiptavinum
okkar, sem er stór og fjölbreyttur hópur með mjög
ólíkar þarfir. Þar eru umsvifamiklir byggingaverktak-
ar, fyrirtæki og stofnanir, fagmenn, húsbyggjendur og einstaklingar.
Við höfum á að skipa úrvalsstarfsmönnum af báðum kynjum, sem
gaman og gefandi er að starfa með og er andinn góður. Þó að karlar
séu fleiri en konur hér á bæ í heildina og í stjórnendastöðum, þá fer
t.d. konum í hópi rekstrarstjóra verslana fjölgandi og eru þær nú fimm.
Hlutföll kynjanna eru svo allt önnur á fjármálasviði. Þar starfa einn karl
og 29 konur.
Stjórn Húsasmiðjunnar er skipuð fjórum körlum og einni konu.“
Mörg tækifæri framundan hjá Húsasmiðjunni „Í dag er mikil og vax-
andi samkeppni á okkar markaði. Ég sé ekki annað en að Húsasmiðjan
sé þar með sterka stöðu. Með nýjustu verslun okkar, sem opnuð var á
Höfn í Hornafirði í byrjun júní, var „hringnum lokað“, ef svo má að
orði komast og nú eiga allir landsmenn þess kost að versla hjá okkur án
þess að fara um of langan veg. Hér á höfuðborgarsvæðinu höfum við
styrkt stöðu okkar og bætt þjónustu við viðskiptavini með fjölgun versl-
ana og endurbótum á þeim sem fyrir voru.
Það er því ekki ástæða til annars en bjartsýni á framtíðina,“ segir
Sigrún K. Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Húsa-
smiðjunni.
Sigrún K. Sigurjónsdóttir er
framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Húsasmiðjunnar.
Í stjórnendastöðum í
starfsmannahópi Húsa-
smiðjunnar fer konum
fjölgandi og eru þær nú
fimm. Á fjármálasviðinu
eru hlutföll kynjanna allt
önnur. Þar starfar einn
karl og 29 konur.
Í stjórninni eru fjórir
karlar og ein kona.