Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 170
170 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
Með vélakost sem gefur
forskot í samkeppninni
ÍSLANDSPRENT:
Við höfum alltaf lagt áherslu á gæði og persónulega þjónustu en markmið fyrirtækisins er að bjóða alhliða prentþjónustu á sem hagstæðustum kjörum, í sem bestum gæðum og á sem stystum
tíma. Við viljum hafa alla viðskiptavini ánægða,“ segja þær Berglind
Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri og Margrét Ágústsdóttir, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Íslandsprents.
Prentsmiðjan Íslandsprent var stofnuð árið 2003. Síðan þá hafa
hlutirnir gerst hratt en starfsemin fluttist á síðasta ári í nýtt húsnæði við
Steinhellu í Hafnarfirði og er það hannað sérstaklega sem prentsmiðju-
húsnæði. Þær Berglind og Margrét segja starfsemina hafa vaxið hratt.
„Veltan frá 2004 til 2005 jókst um 85%. Við erum ekki að keppast við
að vera stærst heldur höfum lagt áherslu á að vaxa á eigin forsendum.
Grunnurinn að velgengni prentsmiðjunnar er gott og reynslumikið
starfsfólk og góður starfsandi, en við erum 23 í dag og reiknum með að
vera í kringum 30 í árslok.“
Vélakosturinn hentar íslenskum markaði Þær Berglind og Margrét
segja styrk Íslandsprents felast í skynsamlegri samsetningu vélakosts sem
henti íslenska markaðnum afar vel og veiti prentsmiðjunni ákveðið for-
skot í samkeppninni.
„Annars vegar erum við með prentvél fyrir hámarks arkarstærð sem
prentar í fjórlit báðum megin á örkina í einu þannig að ekki þarf að
renna upplaginu tvisvar í gegn. Þetta sparar bæði tíma og peninga
fyrir viðskiptavinina. Hins vegar erum við með minni vél sem prentar
fimm liti og lakk í sömu umferð og hentar mjög vel fyrir prentgripi af
miklum gæðum og í minni upplögum. Minni prentvélin getur prentað
UV-spottlakk sem þýðir að setja má háglanslakk á hluta prentgripsins,
til dæmis á myndir eða hluta mynda. Kostnaður er sá sami og ef um
aukalit er að ræða.“
Vandaður frágangur prentgripa Mikil áhersla er lögð á vandaðan
frágang prentgripa en vélakostur í bókbandi er mjög góður og öflug fræs-
ingavél styrkir samkeppnisstöðu Íslandsprents á tímaritamarkaði. Þess
má geta að Íslandsprent flytur mest allan sinn pappír inn sjálft.
„Við tökum að okkur alla almenna prentun en undanskiljum risaupp-
lög í rúlluprenti, dæmigerða bókaprentun og prentun umbúða utan um
vörur.“
Berglind og Margrét eru spurðar hvernig þær þrífist í frekar karllægri
atvinnugrein. „Í fyrstu örlaði á því að manni væri tekið með fyrirvara
en maður ávinnur sér fljótt traust með vönduðum vinnubrögðum og í
dag erum við „bara í vinnunni“ og leiðum hugann sjaldnast að því að
við erum konur.“
Íslandsprent er í
örum vexti og veltan
jókst um 85% frá
2004 til 2005
K
Y
N
N
IN
G
Berglind Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri og Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslandsprents.
Íslandsprent býður upp á alhliða prentþjónustu
á hagstæðum kjörum, í framúrskarandi gæðum
og með skömmum fyrirvara.
Bókaðu gæði
og gott verð!
Ánægðir viðskiptavinir eru jú það sem starf okkar snýst um!
569 7200 www.isprent.is
- o
rð
sku
lu
stan
d
a!