Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 173

Frjáls verslun - 01.05.2006, Side 173
KVIKMYNDIR höfðu einnig áhrif á framvindu mála. Nokkurn veginn tókst þó að ljúka tökum á réttum tíma. Colin Farrell og Jamie Foxx ættu að tryggja það að góð aðsókn verður á Miami Vice. Fáir karlleikarar hafa verið eins mikið í fréttum slúð- urblaðanna og Farrell, og Jamie Foxx fékk Ósk- arsverðlaunin í fyrra fyrir leik sinn í Ray og hefur verið á uppleið síðan. Þess má geta að Miami Vice er þriðja kvikmyndin sem Foxx leikur í undir leikstjórn Michael Manns. Hinar tvær eru Ali og Collateral. Aðalleikkonan í Miami Vice er frægasta leikkona Kínverja, Gong Li, og verður forvitnilegt að sjá hvernig hún tekur sig út í banda- rískri spennumynd. Michael Mann hefur komið víða við á farsælum ferli. Hann er fæddur 1943 í Chicago og byrjaði afskipti sín af skemmtanabransanum með því að skrifa handrit fyrir hinar ýmsu sjónvarpsseríur. Eftir að Miami Vice hætti í sjónvarpinu sneri hann sér að kvikmyndum og hefur jöfnum höndum starfað sem leikstjóri, framleiðandi og handrits- höfundur. Hefur hann leikstýrt nokkrum athyglis- verðum kvikmyndum á undanförnum árum, má þar nefna Heat (1995), The Insider (1999), Ali (2001) og Colaterral (2004). Miami Vice verður frumsýnd í Bandaríkjunum 28. júlí. Hér á landi verður myndin tekin til sýningar 11. ágúst. Sjónvarpsserían Miami Vice var sýnd í bandarísku sjónvarpi á árunum 1984- 1989. Hér á landi var hún eitthvað á eftir í sýningu. Þrátt fyrir að margar per- sónur væru með föst hlutverk, var fyrst og fremst einblínt á tvær aðalpersón- urnar, James „Sonny“ Crocket, sem Don Johnson lék og hlaut heimsfrægð fyrir, og Ricardo „Rico“ Tubbs, sem leikinn var af Philip Michael Thomas, sem öfugt við Johnson hvarf nánast strax af sjónar- sviðinu þegar tökum á seríunni var hætt. Miami Vice var ferskt innlegg inn í bandaríska lögguþætti. Þar sem það var helst unga kynslóðin sem tók seríuna upp á sína arma, voru Crocket og Tubbs oft kallaðir MTV löggurnar þar sem klæðnaður þeirra og framkoma var meira í ætt við poppstjörnur en alvörugefnar löggur. Þá var tónlistin í þáttunum sú sama og heyrðist á hinni vinsælu MTV sjónvarpsstöð. Það var því ekki aðeins að aðalpersón- urnar ættu þátt í vinsældum seríunnar heldur einnig tónlistin. Sá sem átti þar mestan heiður var Jan Hammer, sem hafði meðal annars verið í hinni frægu Mahavisnu Orchestra og leikið með ekki minni köppum en Mick Jagger, Jimmy Page og Eric Clapton, svo nokkrir séu nefndir, áður en hann var fenginn til að semja og velja tónlist við Miami Vice. Það er skemmst frá því að segja að tónlistarstefna hans sló í gegn og hefur verið leiðandi síðan í sjónvarpsseríum sem og kvikmyndatakan sem þótti um margt nýstárleg á þessum árum. Má geta þess að þema Hammers við Miami Vice komst í efsta sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum árið 1985. Hvað varðar örlög Don Johnsons og Philip Michael Thomas þá komst Johnson um skeið í hóp vinsælustu kvik- myndaleikara, en var ekki nógu vandfýs- inn á hlutverk, auk þess sem einkalíf hans var stormasamt og hefur leið hans legið aftur í sjónvarpið. Örlög Thomas voru enn verri. Hann var kannski ávallt til hliðar í Miami Vice, en var samt mjög vinsæll og naut þess meðan á frægðinni stóð. Þegar seríunni lauk létu hlutverkin á sér standa og hefur hann aldrei náð upp úr B-myndaflokknum og greinilega haft lítið að gera, eða eytt um efni fram, þegar haft er í huga að húseign hans lenti á uppboði árið 1998. Stefnumótandi sjónvarpssería MTV löggurnar Sonny Crocket og Rico Tubbs. Don Johnson og Philip Michael Thomas í hlutverkum sínum. SÓLSTRANDARLÖG GURNAR Þeir eru ekki árennilegir, Rico Tubbs og Sonny Crocket, þar sem þeir leita að Erkienglinum í Miami Vice. F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.