Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 176
176 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
Þóra Björg Magnúsdóttir er fram-kvæmdastjóri Lyfjaþróunar, sem stofnað var árið 1991 og rekur
uppruna sinn til Háskóla Íslands. Upp-
haflega sérhæfði fyrirtækið sig í þróun á
bóluefnum í nefúða en síðastliðið ár hefur
þróunin eingöngu beinst að lyfjalausnum
sem hægt er að gefa um nef.
Þóra Björg hóf störf hjá Lyfjaþróun
í nóvember 2002 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri síðan apríl 2005: „Starf mitt
felst í daglegri stjórnun og leit að nýjum
viðskiptatækifærum fyrir fyrirtækið með
kynningum á tækni þess og getu til að
þróa nefúðalyf. Þetta geri ég bæði á ráð-
stefnum og með beinum kynningum til
fyrirtækja í lyfjageiranum, þá aðallega
erlendis. Starfsemi fyrirtækisins er ansi
viðamikil þó starfsmenn séu aðeins 13 í
dag. Við rekum auk venjulegrar rannsókn-
arstofu fyrir þróun lyfja, framleiðsluein-
ingu fyrir framleiðslu á lyfjum til klínískra
rannsókna og aðstöðu fyrir forklínískar
og klínískar rannsóknir.“
Þóra Björg segir fyrirtækið bæði að
vinna að eigin verkefnum og verkefnum
fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki. „Lyfjaþróun
hefur þá sérstöðu að vera eitt af örfáum
fyrirtækjum í heiminum sem sérhæfa sig í
lyfjagjöf um nef.“
Eiginmaður Þóru Bjargar er Sigurður
Þórarinsson verkfræðingur og eiga þau
tvo syni, Sindra og Snorra. Hún útskrif-
aðist sem stúdent frá MA 1987 og sem
lyfjafræðingur frá HÍ 1993: „Eftir að
námi lauk héldum við hjónin til Seattle
í Bandaríkjunum haustið 1994 þar sem
ég vann við rannsóknir í milliverkunum
lyfja í School of Pharmacy, University
of Washington og Sigurður tók meistara-
gráðu í verkfræði við sama háskóla.
Hann starfar nú sem forstöðumaður
rekstrarsviðs TM Software.“
Áhugamál fjölskyldunnar er almenn
útivera, gönguferðir, tjaldferðir, skíða-
ferðir og jeppaferðir: „Við höfum ferðast
mikið hér innanlands bæði um vetur
og sumur. Á veturna eru það jökla- og
skíðaferðir og á sumrin gönguferðir og
jeppaferðir inn á hálendið. Við erum í
gönguhópi með nokkrum fjölskyldum og
höfum gengið með þeim Laugaveginn,
Skælingana og Strútstíg. Yngri sonurinn
var aðeins 6 ára þegar hann gekk Lauga-
veginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórs-
mörk. Við leggjum mikið upp úr því að
strákarnir læri að njóta þess sem landið
hefur upp á að bjóða og læri að umgang-
ast það með virðingu. Við hjónir erum
nýkomin úr ferð á Snæfellsjökul í frá-
bæru veðri. Ætlunin hafði verið að ganga
á Hvannadalshnjúk, en veðurhorfur
bentu til að það yrði ekki mjög spennandi
og tókum þá farsælu ákvörðun að fara á
Snæfellsjökul.
Annað hvert ár fer fjölskyldan í sum-
arfrí til útlanda og í sumar verður það
sólarströnd í Portúgal. Reyndar er þetta
fyrsta „pakkaferðin“ sem við förum í,
við höfum hingað til skipulagt ferðirnar
okkar sjálf og þvælst frá einum stað til
annars.“
TEXTI:
HILMAR KARLSSON
MYNDIR:
GEIR ÓLAFSSON
Þóra Björg Magnúsdóttir: „Á veturna eru það jökla- og skíðaferðir og á sumrin gönguferðir
og jeppaferðir inn á hálendið.“
Nafn: Þóra Björg Magnúsdóttir.
Fæðingarstaður: Reykjavík, 24. 9. 1967.
Foreldrar: Hólmfríður Ólafsdóttir (látin)
og Magnús Gíslason.
Maki: Sigurður Þórarinsson.
Börn: Sindri 14 ára og Snorri 9 ára.
Menntun: Lyfjafræðingur frá Háskóla
Íslands.
ÞÓRA BJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR
framkvæmdastjóri
Lyfjaþróunar