Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 177

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 177
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 177 Eik, fasteignafélag, er eitt stærsta fasteignafélag landsins og hafa umsvif þess aukist mikið á þeim fáu árum sem það hefur starfað. Fram- kvæmdastjóri þess er Garðar Hannes Friðjónsson: „Eik hefur starfað frá árinu 2002 og ég hef tekið þátt í uppbyggingu félagsins frá upphafi. Áður hafði ég ver- ið framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Þyrpingu og var því kunnugur fasteigna- geiranum. Fyrstu eignir félagsins voru fasteignir Húsasmiðjunnar, en fljótlega fór í gang uppbygging sem segja má að standi enn yfir. Í lok árs 2002 voru fast- eignir í okkar eigu metnar á 2,5 milljarða króna, en í dag eru þær metnar á 13 millj- arða króna. Þannig að talsverð aukning hefur átt sér stað og erum við í stöðugri uppbyggingarvinnu innan fyrirtækisins. Þessa dagana erum við að leggja loka- hönd á glæsilegt hótel í Þingholtsstræti og eins erum við að taka við húseign við Guðríðarstíg svo ég nefni fátt eitt af því sem er á döfinni hjá okkur. Mitt starf er að sjá um fjárfestingar félagsins, halda utan um starfsemina, kippa í lausa enda, hnýta þá saman og sjá um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þegar fyrir- tækið var stofnað var ég eini starfsmaður- inn, en nú erum við níu sem störfum hjá fasteignafélaginu.“ Garðar er verslunarskólagenginn og fór ekki hefðbundna leið fjármálamannsins í framhaldsnám: „Þegar ég hafði lokið Versl- unarskólanum skráði ég mig í heimspeki við Háskóla Íslands og lauk BA prófi. Þaðan lá leið mín til Englands þar sem ég lauk MBA námi í Manchester.“ Garðar er fjölskyldumaður: „Eiginkona mín er Auður Finnbogadóttir, sem er sjálf- stætt starfandi fjárfestir. Við eigum eina dóttur saman og eitt barn er á leiðinni. Einnig á ég aðra dóttur frá fyrra sam- bandi. Við hjónin erum nokkuð samstíga í áhugamálum og höfum til dæmis bæði verið að rembast við að hitta litlu hvítu kúluna í golfi með misjöfnum árangri. Þá höfum við gaman af að veiða og eru tvær veiðiferðir áætlaðar í sumar. Ferðalög eru einnig ofarlega á blaði hjá okkur og erum við nýkomin frá Kanaríeyjum þar sem haldið var ættarmót fjölskyldunnar, ferð sem heppnaðist einstaklega vel. Eitthvað munum við ferðast meira í sumar þó að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Annars hef ég mjög gaman af að ferðast á fjarlægar slóðir og á dagskrá hjá mér í framtíðinni er að fara til Japans og Brasilíu. Ég hef verið í Suður-Ameríku, en ekki komið til Brasilíu. Síðan má nú ekki gleyma börnunum sem mikið og ánægjulegt stúss er í kringum og ekki verður það minna þegar það þriðja bætist við.“ Nafn: Garðar Hannes Friðjónsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 28.7. 1971 Foreldrar: Friðjón Skarphéðinsson rafvirki og Jónína Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Maki: Auður Finnbogadóttir. Börn: Agnes Anna, 9 ára, Alexandra, 16 mánaða, og eitt á leiðinni. Menntun: BA í heimspeki frá Háskóla Íslands og MBA frá Salford University í Manchester. GARÐAR HANNES FRIÐJÓNSSON framkvæmdastjóri Eikar, fasteignafélags Garðar Hannes Friðjónsson: „Við hjónin erum nokkuð samstíga í áhugamálum og höfum til dæmis bæði verið að rembast við að hitta litlu hvítu kúluna í golfi með mis- jöfnum árangri.“ FÓLK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.