Frjáls verslun - 01.05.2006, Qupperneq 177
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 177
Eik, fasteignafélag, er eitt stærsta fasteignafélag landsins og hafa umsvif þess aukist mikið á þeim
fáu árum sem það hefur starfað. Fram-
kvæmdastjóri þess er Garðar Hannes
Friðjónsson: „Eik hefur starfað frá árinu
2002 og ég hef tekið þátt í uppbyggingu
félagsins frá upphafi. Áður hafði ég ver-
ið framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá
Þyrpingu og var því kunnugur fasteigna-
geiranum. Fyrstu eignir félagsins voru
fasteignir Húsasmiðjunnar, en fljótlega
fór í gang uppbygging sem segja má að
standi enn yfir. Í lok árs 2002 voru fast-
eignir í okkar eigu metnar á 2,5 milljarða
króna, en í dag eru þær metnar á 13 millj-
arða króna. Þannig að talsverð aukning
hefur átt sér stað og erum við í stöðugri
uppbyggingarvinnu innan fyrirtækisins.
Þessa dagana erum við að leggja loka-
hönd á glæsilegt hótel í Þingholtsstræti
og eins erum við að taka við húseign við
Guðríðarstíg svo ég nefni fátt eitt af því
sem er á döfinni hjá okkur.
Mitt starf er að sjá um fjárfestingar
félagsins, halda utan um starfsemina, kippa
í lausa enda, hnýta þá saman og sjá um að
allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þegar fyrir-
tækið var stofnað var ég eini starfsmaður-
inn, en nú erum við níu sem störfum hjá
fasteignafélaginu.“
Garðar er verslunarskólagenginn og fór
ekki hefðbundna leið fjármálamannsins í
framhaldsnám: „Þegar ég hafði lokið Versl-
unarskólanum skráði ég mig í heimspeki
við Háskóla Íslands og lauk BA prófi.
Þaðan lá leið mín til Englands þar sem ég
lauk MBA námi í Manchester.“
Garðar er fjölskyldumaður: „Eiginkona
mín er Auður Finnbogadóttir, sem er sjálf-
stætt starfandi fjárfestir. Við eigum eina
dóttur saman og eitt barn er á leiðinni.
Einnig á ég aðra dóttur frá fyrra sam-
bandi. Við hjónin erum nokkuð samstíga
í áhugamálum og höfum til dæmis bæði
verið að rembast við að hitta litlu hvítu
kúluna í golfi með misjöfnum árangri. Þá
höfum við gaman af að veiða og eru tvær
veiðiferðir áætlaðar í sumar. Ferðalög eru
einnig ofarlega á blaði hjá okkur og erum
við nýkomin frá Kanaríeyjum þar sem
haldið var ættarmót fjölskyldunnar, ferð
sem heppnaðist einstaklega vel. Eitthvað
munum við ferðast meira í sumar þó að
ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Annars
hef ég mjög gaman af að ferðast á fjarlægar
slóðir og á dagskrá hjá mér í framtíðinni er
að fara til Japans og Brasilíu. Ég hef verið í
Suður-Ameríku, en ekki komið til Brasilíu.
Síðan má nú ekki gleyma börnunum sem
mikið og ánægjulegt stúss er í kringum og
ekki verður það minna þegar það þriðja
bætist við.“
Nafn: Garðar Hannes Friðjónsson.
Fæðingarstaður: Reykjavík, 28.7. 1971
Foreldrar: Friðjón Skarphéðinsson rafvirki og
Jónína Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Maki: Auður Finnbogadóttir.
Börn: Agnes Anna, 9 ára, Alexandra, 16
mánaða, og eitt á leiðinni.
Menntun: BA í heimspeki frá Háskóla
Íslands og MBA frá Salford University í
Manchester.
GARÐAR HANNES FRIÐJÓNSSON
framkvæmdastjóri Eikar, fasteignafélags
Garðar Hannes Friðjónsson:
„Við hjónin erum nokkuð
samstíga í áhugamálum og
höfum til dæmis bæði verið
að rembast við að hitta litlu
hvítu kúluna í golfi með mis-
jöfnum árangri.“
FÓLK