Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 69
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 59 um, hvers konar breytingar verði á öðrum þáttum þeirra, einhverj- um eða öllum, ef breyting verður á einum. Enginn hefur ætlað jöfnunum að sýna til hlítar, hvernig slíkar breytingar verða, enda getur það verið næsta flókið mál, en.þær geta engu síður haft þýð- ingu og hafa t. d. nægilega þýðingu til þess að skýra, að umrædd staðhæfing prófastsins er röng. En svo framarlega sem jöfnurnar eru rökréttar —1 og um það virðist B. F. hafa sannfærzt — hlýtur ákveðin breyting á einum þættinum að svara til ákveðinnar breyt- ingar á öðrum. Sannindi þau, sem fólgin eru í þessum jöfnum og jöfnunum 4 = 2-2, sem hann líkir þeirn við, eru að vísu mjög ólík og því lítið á slíkri samlíkingu að græða, en þær eiga þó það sameiginlegt, að báðar eru réttar og hvorug þýðingarlaus. Það er ástæðulaust að gera lítið úr þýðingu jafnanna 4 = 2-2 sökum þess, að ekki megi leysa með þeirn öll viðfangsefni í stærðfræði, og B. F. getur ekki í alvöru talið, að ekki sé hægt að skýra neitt með þeim af þeim sökum. Þótt auðvitað megi segja, að ekkert „or- sakasamband“ sé milli hliða þessara jafna, tákna þær þó, að 2 • 2 geta aldrei verið annað en 4 í hvaða dæmi sem er. Og haldi einhver því fram, að tvisvar sinnum tveir séu fimm, er alveg nóg að vísa í jöfnurnar 4 = 2 • 2 til þess að afsanna það, þótt ekki sé í þeim fólgin djúptæk speki. Svo er að sjá sem B. F. hafi hér ruglað saman þeim sannindum, sem fólgin eru í kvantitetslögmálinu eða viðskiptajöfnunum og þeim lögmálum, sem hagfræðingar kenna venjulega við framboð og eftirspurn. En hvernig svo sem því er varið, er allt meginefni greinar hans byggt á misskilningi. Háðsyrði hans um hagfræðing- ana hrína því ekki á þeim, heldur á honum sjálfum. Það er þess vegna ekki von, að vel fari, þegar B. F. tekur sér fyrir hendur að sýna fram á, að í rauninni sé sambandið rnilli hinna einstöku þátta ekki eins og það eigi að vera samkvæmt jöfn- unum. Svo að eitt dæmið sé tekið, játar hann að vísu, að lækkun verðs (V) frá því, sem skapað hefði jafnvægi, hafi í för með sér vöruskort, að óbreyttu gjaldmiðils- (P) og vörumagni (Vm), en telur orsökina ekki þá, að tala viðskipta (U) minnki, heldur að hún aukist, það valdi vöruskortinum og hann hafi síðan í för með sér fækkun viðskiptanna. Niðurstaðan er rétt, sem sé að verðlækk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.