Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 4
98 TIMARIT MALS OG MENNINGAR því að læra. Þess vegna hefur alþingi minnzt skyldu lýðveldisins í því menn- ingarmáli og ákveðið, að veittar skuli 3 milljónir króna til að byggja yfir Þjóðmenjasafn Islands. Meðal ótíðinda síðustu ára frá Norðurlöndum et mér fátt sárara en fréttir um Byggðarey (Bygdö) hjá Osló. Um fagurt og tilbreytingaríkt svæði norðan til á eynni var dreift gömluin byggingum úr sveitum Noregs og skálar reistir yfir margt bið bezta af fornmenjum landsins. Staður þessi, sem átti sér helzt samsvörun á Skansinum fræga við Stokkhólm, var að vaxa svo að fegurð og helgi vegna ræktarsemi Norðmanna við sögu sína, að liann átti fyrir sér að verða einn merkasti blettur veraldar í þeirri grein. Nú eru þar skyttuhreiður Þjóðverja um alla ey og sum þeirra þegar sprengd í rústir og urðargígi. Skylda íslendinga við sögn frændþjóða er að grafa upp sem flest þau gögn, sem mega verða rannsóknum þeirra að nálega jafnmiklu gagni og þau verða íslenzkri sögu. Það, sem glatast á einum stað við grinmi örlög, verður að vinn- ast annars staðar í menningarsamfélsgi norrænu þjóðanna. Eg vona þrátt fyrir allt, að Norðmenn geti gert Byggðarey sína bráðlega aftur svo stórfenglega, að engin samkeppni okkar við bana sé hugsanleg fremur nú en áður, en er þakklátur fyrir þann draum, sem blómaskeið Byggðareyjar fyrir stríðið vakti í frónskum gestum, að heima ætti að rísa í nokkru smærri stíl heilt hverfi forn- menjasafns á fallegum stað við Reykjavík. Agætustu fornleifafræðingar, svo sem Hákon Schetelig frá Björgyn, hafa komið auga á margt það í þrönga fornmenjasafninu okkar, er einstæðir kjör- gripir mundu þykja í söfnum stærri þjóða. Eilthvað á þar eftir að koma úr kafinu, leitarvonir eru miklar. Þess vegna má okkur ekki henda sú vesal- mennska að ætla okkar skyldur og okkar möguleika minni en frændþjóðanna til að skapa fomleifasafn, sem hafi heimsþýðingu fyrir tímann síðan um landnám. Við vitum um íslenzkuna, sem er norræna óbreytt að orðaforða og beyging- um fyrir utan þróun í aukaatriðum, að hún hefur verið töluð af milljónum, sem eru að vísu komnar undir græna torfu, en liafa eftirlátið tungunni og þjóðmenningunni anda sinn, og því er það mest að þakka, að íslenzkar hók- menntir geta horið öll einkenni þess að vera sálufélag milljónaþjóðar, þótt nú lifi aðeins áttungur milljónar í landinu. Nútíðartungur flestra stærri þjóða hafa aftur á móti ummyndazt mjög síðan á miðöldum, einræktun þeirra farið að ýmsu leyti forgörðum. Nú er ástæða til að halda, að sú menningarþróun, sem framtíðin hýr sig til að lesa út úr íslenzkum fornmenjum, sýni í ein- hverjum greinum svipaða einræktun eymenningar og tungumálseinræktunina, sem gert liefur okkur heimskunna og meira að segja ráðið úrslitum um það, að við erum þjóð og stundum sæmilega samhuga þjóð. Efling íslenzkrar menn- ingarsögu á breiöum grundvelli fornleifarannsókna og annarra fræðistarfa er því eitt af mestu þjóðmálum okkar, og ber að fagna því spori, er fyrsta safn- hús yfir þjóðmenjar verður reist í landinu. Björn Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.