Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 54
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En meðan verið er að bæta úr þessu læt ég sem ég þurfi að fara út, tek í húninn á götuhurðinni og smeygi mér út. En það er, því miður, ekki lengi verið að skipta um buxur á einu barni og innan fárra mínútna stend ég við gluggann, þann sem snýr í vestur, því að spóinn opnar og lokar nefi sínu á steininum á hóln- um, þótt degi sé farið að halla. En það líða fleiri dagar en einn dagur og það eru fleiri spóar á vakki í mýrinni en þessi spói og það eru fleiri fuglar en spóar, ým- islega litir fuglar, bæði litlir og stórir. Máríuerla á sér hreiður ein- hversstaðar nálægt. Reyndar hef ég ekki tíma til að leita að hreiðr- um. En hér er harn inni í húsinu. Og ég hef sagt, hvernig ég gæti barnsins. En ég hef ekki sagt, hvernig ég svæfi barnið. Hægt, mjúklega, líkt sem orgelhljómar út úr kirkju, líður kvöldið til mín. Ofurlítið rökkur yfir grænni jörðinni, en saknandi og undarlegur hljóðleiki í kvaki fuglanna, sem eru á ferli í kyrrðinni. Þá er það, að ég svæfi barnið. Utan úr heimi vorsins, heimi dýrðarinnar, þar sem fuglarnir lifa, berst söngur þeirra til mín, inn um opinn gluggann, þann sem snýr í suður, því að vindurinn blæs af norðri, eða það er ekki víst að neinn vindur blási og því betur berst söngurinn inn til mín, þar sem ég sit. Og nú sit ég ekki einn. Ég sit með barn í fanginu, lítinn fallegan dreng, sem ég er að svæfa. Hvers vegna ætti ég ekki að syngja, þótt ég sé bara tíu ára? Það mæla engin skynsamleg rök með því, að ég ætti ekki að syngja, eins og fuglarnir gera, úti í dýrðinni. Þess vegna syng ég. En ég syng af- arlágt, og stundum hætti ég, þegar ég heyri að það er betur sungið úti. Litli drengurinn hallar höfðinu að brjósti mér og heldur víst að ég sé fullorðinn maður, og ég sem er ekki einu sinni í síðum buxum, heldur stuttum buxum, sem ná ekki niður á hné. En ég þrýsti honum að mér eins og ég sé móðir hans, og þó er ég ekki móðir hans. Ég segi við hann: Heyrirðu? Og hann segir: Já, ofurlágt. En þá segi ég: Nú eru fuglarnir að hátta sig. Við skulum líka fara að sofa. Já, segir litli drengurinn og þrýstir sér að mér. Honum þykir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.