Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 14
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ing gleymdist þessa dagana. Þjóðin átti einn áhuga, einn vilja, eina sál. Því varð sigurinn alger. Anægja var að koma til Alþingis 10. júní, er það var kvatt saman eítir þjóðaratkvæðagreiðsluna, og eiga að taka þátt í að samþykkja lýðveldisstofnunina, eftir þann einhug, sem fram hafði komið hjá þjóðinni. Undirbúningur þjóðhátíðarinnar stóð þá sem hæst, hjá öll- um ríkti hátíðarskap, eftirvænting og fögnuður. Það var sem múrar hefðu hrunið milli stétta og einstaklinga. I fyrsta sinn í mörg ár leit hver annan glaðlega og tortryggnislaust. Allir voru að búa sig undir sama fagnað. Hve hátíðleg var sú stund á Alþingi, 16. júní, er lýðveldisstjórnarskráin var til síðari umræðu. Þingmenn allir (nema einn, sem var veikurl voru setztir stundvíslega í sæti, allir með íslenzka fána á borðum fyrir framan sig. Aðeins stutt yfirlýsing var lesin upp af forsætisráðherra um úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, og har síðan forseti sameinaðs Alþingis málið undir atkvæði þingmanna, án þess nokkur þeirra kveddi sér hljóðs, allir voru hvort eð er sannnála. Þingmenn greiddu atkvæði með nafnakalli: sam- hljóða já af vörum allra. Eining Alþingis eins og þjóðarinnar var fullkomin. Er ég renni huganum til þessa hátíðlega viðburðar á Al- þingi, finnst mér, að atkvæðagreiðsla Jringmanna hefði átt að fara fram 17. júní að Lögbergi frannni fyrir Jjjóðinni, en vera ekki að- eins lesin þar yfirlýsing um úrslit þessarar atkvæðagreiðslu. Þá hefði Jjjóðin orðið áheyrandi þess einhugar, sem ríkti á Alþingi, fengið að heyra hvern þingmann, einn af öðrum, segja já við lýðveldi íslands. Þá hefði enginn verið Jiað barn að láta sér mislíka, þótt atkvæði greindust á eftir um forsetakjörið. Frá sjónarmiði Jjingmanna var sú kosning aukaatriði, samjrykkt stjórnarskrárinnar vitanlega aðal- atriðið, enda forsetakosningin fyrir fram ákveðin með samkomulagi meirihluta þingmanna. Hinnar hátíðlegu stmidar á Alþingi 16. júní fór þjóðin Jjví miður á mis. Allra hugur snerist þá um 17. júní, þjóðhátíðardaginn sjálf- an, þegar stjórnarskrá lýðveldisins skyldi taka gildi, og það á sjálf- um Þingvöllum, hinum Jjjóðhelga stað lýðveldisins forna. Geysileg- ur fjöldi fólks streymdi til Þingvalla, og gaf þar að líta mikla tjald- borg. Er talið, að 17. júní muni þar hafa verið saman komnar allt að því tuttugu og finnn þús. rnanna, eða fimmti hluti allrar þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.