Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 13
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
107
skap fyrri alda kynslóða, liinn sterka lífsmátt, er í þjóðinni bjó, og
stóðst allt.
Með augun á því, sem liðið er, og jafnframt örlögum þeirra kyn-
slóða, sem byggja eiga landið eftir oss, og skilningi á því, hve harð-
sótt reynist þjóðurn að vinna frelsið, urðum vér Islendingar, hverj-
ar sem voru í svip aðstæður annarra þjóða og okkur skyldra, að
grípa tækifærið, hið fyrsta, sem oss harst í hendur, til að taka oss
rétt vorn, án hiks né óvarkárrar biðar. Á Alþingi íslendinga áttu líka
þrír stærstu flokkarnir og, að því er ég bezt veit, þrír af sjö þing-
mönnum minnsta flokksins, Alþýðuflokksins, þar óskipt mál, að þeir
vildu livergi hvika frá rétti Islendinga og engan frest á formlegum
sambandsslilum við Danmörku og stofnun lýðveldis. Alþingi hafði
forustu í þessu máli, og vissi, að það hafði á bak við sig vilja þjóð-
arinnar. Vegna hiklausrar og jafn eindreginnar forustu Alþingis er
stofnun lýðveldisins svo farsællega til lykta leidd. Ég tek þetta ekki
fram af því, að mér sé ekki Ijóst, að Alþingi gerði hér aðeins skyldu
sína gagnvart þjóðinni, heldur af hinu, hve tilefnislaus áróður hefur
verið rekinn gegn Alþingi í sjálfstæðismálinu, þar sem það þó vissu-
lega ber óflekkaðan skjöld. Jafnvel þær urðu lyktir málsins á Al-
þingi, að allir þingmenn stóðu saman jafnt um uppsögn sambands-
lagasamningsins og lýðveldisstofnunina. Þessi einhugur Alþingis
varð einmitt til að tryggja algeran einhug þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðslan dagana 20.—23. maí varð glæsilegur
vitnisburður um árvekni Islendinga. Margir höfðu sérstaklega óttast
um skilning ungu kynslóðarinnar, er ekki liafði reynslu sjálfstæðis-
baráttunnar fyrir 1918. En þeir Islendingar reyndust ekki vera til,
hvorki ungir né gamlir, hvorki í bæjum né sveitum, er brysti skiln-
ing á því, að þjóðaratkvæðagreiðslan varðaði heiður, frelsi og
framtíð Islands. Þjóðaratkvæðagreiðslan varð stórsigur fyrir ís-
lenzku þjóðina, birti svo ákveðinn vilja hennar, að slíkum dómi
varð að lúta, enda er til þessa vitnað af ríkissljórnum annarra þjóða.
Hve gaman var að þeim einhug, er kom fram við atkvæðagreiðsluna.
Hver sýsla keppti við aðra, hver hreppur við annan, hver bær við
hinn. Og að lokum varð naumast gert upp á milli, hver bezt hafði
staðið sig, því að hver staður náði í rauninni hámarki. Menn af öll-
um flokkum unnu saman, allir jafn heitir af áhuga. 011 flokkagrein-