Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 173 menn og förumenn. Ýmsar sveiflur urðu þó á kjörum þessa fólks á 17. öld og fyrri hluta hinnar 18. og mörg og mikil þjóðfélagsleg vandamál stóðu í sam- bandi við það, eins og bæði fyrr og síðar. Nokkrir fróðleiksmolar eru að vísu hér og hvar um þann hluta þjóðarinnar, einkum leiguliðana, en með öllu ein- angraðir. Svo merkt atriði sem konungsboðið frá 5. apríl 1705, er runnið var undan rifjum þeirra Arna Magnússonar og Páls Vídalíns, stefndi að því að tryggja aðstöðu leiguliða og varð til þess að stöðva kvaðafarganið, hverfur að heita má í moldviðrinu. Enn vantar kafla um daglegt líf manna, skemmtanir og nautnir. Klerkum tókst á 17. og 18. öld að svipta almenning ýmsum mein- litlum skemmtunum, svo sem hestaati, vikivökum o. fl., þótt ekki heppnaðist að hefta sögulestur og rímnakveðskap. Um slíkt er þagað. Hví er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri byltingu, er brennivínið olli á samkomulíf manna, þegar það fór að renna hingað í stríðum straumum á 17. öld? Stundum kom þó jafnvel fyrir, að elzta og æðsta stofnun landsmanna, alþingi, varð lítt starf- hæft af völdum þess. Og þólti ekki ómaksins vert að minnast á, hvenær Is- lendingar kynntust tóbakinu? Kynlegt má einnig þykja, að ekki skuli vera drepið á slíka nýjung í atvinnuháttum sem prjónaskapinn. Að vísu barst hann hingað síðast á 16. öld, en hans mun ekki liafa gætt að ráði fyrr en á 17. öld. Ilann gjörbreytti klæðnaði manna, og prjónlesið varð um langt skeið mikil verzlunarvara. Og í kjölfar hans sigldi eitthvert hið dæmalausasta strit, sem sögur fara af hér á landi, með vökum og vökustaurum. Sá ljóður er enn á Sögu íslendinga, að P. E. O. gerir sér ekki nægilegt far um að skyggnast út fyrir landsteinana eftir straumum þeim, er hrærðust hjá öðrum þjóðum. Verzlunareinokunin, einveldið, rétttrúnaðurinn, galdra- trúin, refsilöggjöfin o. fl. verða ekki skilin til hlítar nema þess sé minnzt, hvernig þeim málum var háttað erlendis um sömu mundir. Sem dæmi má nefna, að P. E. Ó. skýrir frá þeim ráðstöfunum og þeirri vinnu, sem lögð var í það siðast á 17. öld og á fyrri hluta 18. aldar að semja nýja lögbók handa íslendingum, en honum láist að greina orsakirnar. Þær eru þó auð- sæjar, ef gaumur er gefinn löggjafarstarfseminni í öðrum löndum Danakon- ungs samtímis. Hin fornu lög í Danmörku, Noregi, og á íslandi voru orðin úrelt og samrýmdust ekki einveldisskipulaginu. Þau þurftu því endurskoð- unar og breytinga við. En jafnframt vakti fyrir einvaldskonunginum (og ráðu- nautum lians) að koma á sem mestri ciningu í lögum allra ríkja sinna. Endur- skoðun laganna hófst því skjótlega eftir að einveldið komst á. Upp úr henni spruttu Dönsku lög 1683, Norsku lög 1687, og ný íslenzk lögbók átti að reka lestina, þótt aldrei yrði af því. Með þessum athugasemdum hef ég viljað benda á megingallana í sögunni hjá P. E. 0., en að lokum skal tekið skýrt fram, að kostir eru einnig ýmsir, eins og áður er vikið að. Frásögnin er víðast hvar mjög traust og áreiðanleg. Að vísu má benda á smávegis ónákvæmni sums staðar, en ég liirði ekki að fara út í slíkan sparðatíning, erida er það ekki hægt að neinu gagni nema í löngu máli. -— Um þann hluta Sögu íslendinga, sem Þorkell Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.