Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
173
menn og förumenn. Ýmsar sveiflur urðu þó á kjörum þessa fólks á 17. öld og
fyrri hluta hinnar 18. og mörg og mikil þjóðfélagsleg vandamál stóðu í sam-
bandi við það, eins og bæði fyrr og síðar. Nokkrir fróðleiksmolar eru að vísu
hér og hvar um þann hluta þjóðarinnar, einkum leiguliðana, en með öllu ein-
angraðir. Svo merkt atriði sem konungsboðið frá 5. apríl 1705, er runnið var
undan rifjum þeirra Arna Magnússonar og Páls Vídalíns, stefndi að því að
tryggja aðstöðu leiguliða og varð til þess að stöðva kvaðafarganið, hverfur að
heita má í moldviðrinu. Enn vantar kafla um daglegt líf manna, skemmtanir
og nautnir. Klerkum tókst á 17. og 18. öld að svipta almenning ýmsum mein-
litlum skemmtunum, svo sem hestaati, vikivökum o. fl., þótt ekki heppnaðist
að hefta sögulestur og rímnakveðskap. Um slíkt er þagað. Hví er ekki gerð
nánari grein fyrir þeirri byltingu, er brennivínið olli á samkomulíf manna,
þegar það fór að renna hingað í stríðum straumum á 17. öld? Stundum kom
þó jafnvel fyrir, að elzta og æðsta stofnun landsmanna, alþingi, varð lítt starf-
hæft af völdum þess. Og þólti ekki ómaksins vert að minnast á, hvenær Is-
lendingar kynntust tóbakinu? Kynlegt má einnig þykja, að ekki skuli vera
drepið á slíka nýjung í atvinnuháttum sem prjónaskapinn. Að vísu barst
hann hingað síðast á 16. öld, en hans mun ekki liafa gætt að ráði fyrr en
á 17. öld. Ilann gjörbreytti klæðnaði manna, og prjónlesið varð um langt
skeið mikil verzlunarvara. Og í kjölfar hans sigldi eitthvert hið dæmalausasta
strit, sem sögur fara af hér á landi, með vökum og vökustaurum.
Sá ljóður er enn á Sögu íslendinga, að P. E. O. gerir sér ekki nægilegt
far um að skyggnast út fyrir landsteinana eftir straumum þeim, er hrærðust
hjá öðrum þjóðum. Verzlunareinokunin, einveldið, rétttrúnaðurinn, galdra-
trúin, refsilöggjöfin o. fl. verða ekki skilin til hlítar nema þess sé minnzt,
hvernig þeim málum var háttað erlendis um sömu mundir. Sem dæmi má
nefna, að P. E. Ó. skýrir frá þeim ráðstöfunum og þeirri vinnu, sem lögð
var í það siðast á 17. öld og á fyrri hluta 18. aldar að semja nýja lögbók
handa íslendingum, en honum láist að greina orsakirnar. Þær eru þó auð-
sæjar, ef gaumur er gefinn löggjafarstarfseminni í öðrum löndum Danakon-
ungs samtímis. Hin fornu lög í Danmörku, Noregi, og á íslandi voru orðin
úrelt og samrýmdust ekki einveldisskipulaginu. Þau þurftu því endurskoð-
unar og breytinga við. En jafnframt vakti fyrir einvaldskonunginum (og ráðu-
nautum lians) að koma á sem mestri ciningu í lögum allra ríkja sinna. Endur-
skoðun laganna hófst því skjótlega eftir að einveldið komst á. Upp úr henni
spruttu Dönsku lög 1683, Norsku lög 1687, og ný íslenzk lögbók átti að reka
lestina, þótt aldrei yrði af því.
Með þessum athugasemdum hef ég viljað benda á megingallana í sögunni
hjá P. E. 0., en að lokum skal tekið skýrt fram, að kostir eru einnig ýmsir,
eins og áður er vikið að. Frásögnin er víðast hvar mjög traust og áreiðanleg.
Að vísu má benda á smávegis ónákvæmni sums staðar, en ég liirði ekki að
fara út í slíkan sparðatíning, erida er það ekki hægt að neinu gagni nema í
löngu máli. -— Um þann hluta Sögu íslendinga, sem Þorkell Jóhannesson