Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 47
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
141
Vor eigin þoka hagar sér þannig. Hún hefur bæði brautargöngu
og möndulsnúning. Þetta hefur sannazt með athugun á hreyfingum
stjarnanna innan vetrarbrautarinnar. Talið er, að hún muni fara
eina umferð á svo sem 300 milljónum ára. Sólkerfi vort reynist vera
í allverulegri fjarlægð frá miðdepli vetrarbrautarinnar.
Stjörnuþokurnar hinar eru svo ákaflega fjarlægar, að torvelt
mun verða að afla ítarlegrar vitneskju um innri gerð þeirra, fyrr en
tekizt hefur að smíða fullkomnari fjarsjár en þær, sem nú eru til.
En gera má ráð fyrir, að þær líkist yfirleitt vetrarbraut vorri, ým-
ist eins og hún var, er eða mun verða.
Ef vetrarbraut vor er athuguð nákvæmlega, er þar ýmislegt að
sjá, en tilbreytnin er þó ótrúlega miklu minni en húast mætti við.
Þetta er raunar jafnfurðulegt og hitt, hversu stjörnuþokurnar, sem
rúmið skipa, virðast hver annarri líkar.
Svo er að sjá sem allar þær sólstjörnur, er greindar verða í fjar-
sjám nútímans, séu tiltölulega svipaðar að efnismagni. Þyngsta
stjarnan, sem kunnugt er um, er ekki nema svo sem 400-föld á við
hina léttustu að þyngd eða 100-föld á við sólina. Hins vegar er til-
breytnin mjög mikil, að því er snertir raunverulegt ljósmagn stjúrn-
anna.
Innan vetrarbrautarinnar eru margar þokur. En þær eru alls ann-
ars eðlis en stjörnuþokurnar utan hennar, sem eru í rauninni ekki
réttnefndar því nafni. Þokur þessar innan vetrarbrautarinnar eru
margar hverjar lýsandi og gerðar úr ákaflega útþynntum loftteg-
undum. Eimþokur þessar mætti skoða sem mjög lausbyggðar stjörn-
ur eða þá verðandi stjörnur. Þá eru þar dimmar þokur, sem skyggja
víða á stjörnurnar. Þetta eru að líkindum örsmáar rykagnir, ekki
öllu meiri að þvermáli en öldulengd liins sýnilega ljóss. Slík rvkský
geta verið gersamlega ógagnsæ eða því sem næst, þó að mjög þunn
séu. Orlítið af smágerðu dufti, sem skip og flugvélar nota á styrj-
aldartímum, nægir til að hylja þau geysistóru og kolsvörtu reykjar-
skýi. Þyngd rykagnanna í slíku skýi er ekki nema örlítið brot af
þyngd loftsins, sem heldur því uppi.
Af hlutum þeim, sem sjást innan vetrarbrautarinnar, hljóta hinar
kúlumynduðu stjarnþyrpingar að vekja sérstaka athygli, en þær
skipa sér með nokkuð reglulegum hætti umhverfis miðju hennar, og