Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 28
122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stofnuninni aðra stjórn til að annast vísindalegu hliðina á rekstrin-
um og gætu sumir mennirnir átt sæti í báðum stjórnum til sam-
ræmingar. Svipað fyrirkomulag hefur gefizt ágætlega sumstaðar
erlendis. Hvað sem öðru líður þá er hin mesta nauðsyn, að þegar
í stað verði hafizt handa um auknar framkvæmdir í þessum efnum.
Annað mál, sem ekki þolir langa bið, er rannsóknir á búfjár-
sjúkdómum. Eins og stendur eru ekki skilyrði til nema mjög tak-
markaðrar vinnu á því sviði. Er alkunnugt, hvílíka erfiðleika land-
búnaðurinn á við að búa vegna sjúkdóma í sauðfé, hænsnum, kúm
og svínum. Það er löngu viðurkennt af þingi og stjórn, að vinnu-
skilyrði eru ekki fyrir hendi í þessari grein, og hefur því verið
keypt jarðnæði í nágrenni Reykjavíkur til afnota fyrir starfsemina
(Keldur í Mosfellssveit).
Löggjöfin frá 1940, sem fjallar um þetta efni, er hinsvegar alls-
endist óhæf, gerir m. a. ráð fyrir, að tilraunastarfsemin lúti stjórn
manns, sem hefur ekki þekkingu í sjúkdómafræði (forstöðumaður
landbúnaðardeildar atvinnudeildar). Ýmislegt fleira er þar mjög
óhentugt og vanhugsað. Vegna þessarar slæmu löggjafar hefur ekki
tekizt að hefja fyrir alvöru tilraunavinnu í búfjársjúkdómum og allt
það fé, sem varið hefur verið til Keldna, liggur nú nær gagnslaust.
Er þetta þeim mun hörmulegra sem full ástæða er til að ætla, að
myndarleg hjálp hefði fengizt erlendis frá til að koma þessari starf-
semi á laggirnar, ef vel tækist lil um undirbúning hér heima.
Virðist einsætt, að við svo búið megi ekki lengur standa. Væri bænd-
um ekki láandi, þótt þolinmæði þeirra yfir aðgerðaleysinu væri senn
þrotin, enda bendir sumt til, að svo sé.
Fleira mætti nefna. Nú er í fyrsta skipti völ á afbragðsvel meniit-
uðum mönnum í jarðvegsefnafræði og plöntuerfðafræði. Það er
höfuðnauðsyn fyrir fóðurframleiðslu vora og raunar alla ræktun
í landinu, að þeir ráðist hingað og fái sem bezt starfsskilyrði. Við
þessháttar rannsóknir eru tengdar miklar vonir um hentugri rækt-
unaraðferðir og nýjar tegundir nytjagróðurs. Hafa uppgötvanir
á þessum sviðum umskapað heilar atvinnugreinir víða erlendis.
Þegar þess er gætt, að fóðurframleiðslan handa kúm, svínmn,
hænsnum, sauðfé o. s. frv. er hið sígilda vandamál allrar kvikfjár-
ræktar, ekki sízt hér hjá oss, sem búum við stutt og svöl sumur, er