Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sept. 1944 • 2. hefti • Ritstjóri: Kristinn E. Andrésson Bygging þjóðmenjasafns Hrollaugur Rögnvaldsson Mærajarls var mikill vinur Haralds hárfagra og nam lönd við Ilornafjörð. En aldrei fór Hrollaugur utan né studdi Una danska til að vinna Iand konungi. A dánardægri sendi Haraldur lionum ]>ö að vin- gjöf gersemar þrjár, sverð, ölhorn og gullhring. Sverð það átti síðar Kolur Síðu-Hallsson, en Kolskeggur hinn fróði hafði séð hornið, segir Landnámu- grein, sem rituð er eftir Kolskeggi á 12. öld, og yngri Landnámuhöfundum þótti rétt að halda þessu á loft. Ast íslendinga á fornmenjum er gömul, og með okkar kynslóð fer hún vax- andi. í guðspekilegum fræðum segir, að sumir menn geti öðlazt þá skyggni eða næmi, að af snerting við gamlan hlut megi þeir skynja alla sögu hans og margt úr örlögum þeirra manna, sem hafa fyrrum fjallað um hlutinn. Þó að við, venjulegir menn, eigum þessa ekki kost, getum við fyllzt þeirri kennd við að handleika forngrip, að engu er líkara en við séum horfnir til liðna tímans, stöndum á sjónarhólum hans og skoðum þátíðarumhverfið, eins vel og sögu- þekking hrekkur til, en rennum þaðan auga gegnum fjarskann til nútíðarinn- ar og sjáum hana í Ijósi, sem við hefðum aldrei séð hana í nema með þessu móti, að láta hrífast fyrst um stund yfir í aldir fornmenjanna. Engin sögu- námsaðferð hefur eins djúp áhrif á skilningsnæma unglinga og fornmenjaskoð- unin. Þá varð Kolskcggur gamli fróður, er hann skoðaði hornið Haraldsnaut í bemsku. Olhorn, sverð og hringur svndu glöggt þá menningarþætti höfðingjastéttar, sem gáfu henni svipinn um 900, og um aðdáanlegan listiðnað hafa gersemarn- ar borið vitni. Um vinnubrögð og atvinnuhælti verður fjölmargt ráðið af öðr- um menjum og svo um öll lífskjör alþýðu jafnt og höfðingja. Árangur forn- menjarannsókna er seinteknari en meginið af því, sem af ritum og kveðskap fortíðar verður ráðið. Hitt eru menn nú óðum að skilja, að slóraukin menja- rannsókn er höfuðskilyrði þess, að nýtt framaskeið hefjist í íslenzkum sagn- fræðum, og fyrst og fremst þarf að vera hægt að skipa því, sem þegar er í dagsljós komið af menjum, í þá röð og reglu og samhengi, að auðvelt sé af 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.