Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 81
BRÉF frá félagsmanni í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar er langt bréf frá Skúla Gnðjóns- syni, og er fyrirsögn bréfsins: Niður með múrinn. Það gerir hvorki til né frá fyrir mig, þó að efni bréfsins svari þeim einum tilgangi höfundarins að gera tilraun til þess að koma að nokkrum skammaryrðum, í anda og stíl Jónasar frá Hriflu, um bókaútgáfu, sem ég nú um nokkur ár hef baft með höndum fyrir Halldór Kiljan Laxness og fleiri íslenzka rithöfunda. Hitt tek ég mér sannarlega nærri að þurfa að þola það, sem einn af elztu meðlimum Máls og menningar, að tímariti þess berist til birtingar, frá vinum sínum, bréf, sem skrifuð eru eftir forskrift úr Samvinnunni. Mér vitanlega hef ég aldrei lagt neitt til þessa ágæta bónda, fremur en Jónasar Jónssonar, nema það, að hafa stuðlað að því að nokkrar góðar bækur, aðallega eftir íslenzka höfunda, kæmu fyrir augu manna á Islandi. Eitt tilefnið til árása S. G. á mig er brotið á tveim síðustu bókum H. K. L. Finnst S. G. sjálfsagt að íslandsklukkan, sem gefin er út 1943, sé í sama broti og þá væntanlega líka prentuð á sama pappír og Nokkrar smásögur, sem komu út eftir sama höfund fyrir réttum 20 árum. Aðfinnslum af þessu tagi verður S. G. að beina til annarra en mín. Eg er ekki höfundur þeirrar tfzku, sem á hverjum tíma hefur áhrif á brot og útlit bóka, jafnt og klæðnað fólks, húsa- gerð og annað, sem tekur stöðugum og óvæntum breytingum, án þess að jafn- vel hinir lægnustu menn fái við ráðið. Hitt tel ég fremur hlutverk mitt, að stuðla að því, venjulega í samráði við höfundana, ef þeir óska þess, að bókin falli í augu þeirra raanna, sem hún er ætluð á hverjum tíma. Eg get raunar ekki neitað mér um að láta í ljósi þá persónulegu skoðun mína, að ekkert sé eðlilegra en að sjá í bókahillum fyrstu útgáfur rithöfunda, mismunandi stór verk, gefin út af mörgum forleggjurum, á ýmsum tímum og við ólíkustu skil- yrði, þannig úr garði gerð, að þau bera þessara margvíslegu aðstæðna nokkurt merki. Meira að segja sóma þær sér að mínu áliti prýðilega hlið við hlið í fall- egum skápum, þó þær séu ekki allar bundnar í eins litt band. Það er náttúrlega leitt, ef menn hafa komið sér upp vönduðum bókaskápum, sem allt f einu neita að viðurkenna nýjustu tízku í bókagerð, og það svo af- dráttarlaust að eigandinn verður að þrjózkast við að sýna þá eðlilegu menning- arviðleitni að koma sér upp bókum eins og íslandsklukkunni, Arfi Islendinga og Urvalsljóðum Stephans G. Stephanssonar, vegna þess að þær passa ekki fyrir bilin milli hillanna — en með aðfinnslur út af því, jafnvel þótt þær væru ofurlítið kurteislegri en hjá þessum lærisveini Jónasar frá Hriflu, er gagns- laust að snúa sér til mín. Rvík, 20. ntarz 1944 Ragnar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.