Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 55
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 149 víst gott að láta mig svæfa sig. Mér þykir líka gott að svæfa hann. Ég syng fyrir liann, en hann vefur handleggjunum um háls mér. Og þannig sit ég, þar til hann lokar augunum og ég finn, að hann þyngist í fangi mínu og þá er ekkert betra en vita sig nógu sterk- an til að standa upp með hann, þungan og mjúkan, og leggja hann í vögguna. En það kemur að því, fyrr en varir, að vorið er samt sem áður ekki of kalt fyrir lítil börn, og nú mætti ætla að tæki betra við, en það er ekki. Litli drengurinn er dúðaður allskyns fötum; hann er færður í svartan frakka hnepptan upp í háls og sett húfa á höfuð hans, en við mig er sagt: Búðu þig nú vel, Nonni minn. Og ég, sem er tíu ára, ætli ég hlýði ekki, þegar húsmóðir mín seg- ir: Búðu þig nú vel, Nonni minn. Ónei, það geri ég ekki. Ég er þannig klæddur, að ég er ekki í neinum nærbuxum, heldur er ég í stuttum buxum, svörtum eða gráum, sem ná ekki niður á hné. Ég er ekki í sokkum ,heldur háleistum og ég er ekki í nærskyrtu; aðeins þunnri léreftsskyrtu, og húfa er þesskonar áhald, sem ég nota ekki. Skyrtan mín er ermalaus, eða ermarnar mjög stuttar. Þannig búinn vil ég fara út og enginn skal íá mig til að dúða mig, eða er ekki vor? Og við göngum út, tveir einir, út í vorið og finn- um kaldan andvara leika um okkur, því að hér eruin við á íslandi. Börn fyllast nýjum lífskrafti, ótömdum, þegar þau skynja að heimurinn er úti engu síður en inni. Þau geta verið úti margar klukkustundir samfleytt án þess að vilja fara inn, og þegar þau eru komin inn, vilja þau fara út aftur. Ég leiddi barnið, litla drenginn í svörtu kápunni, með húfuna á höfðinu, og nefið út undan húfunni. Ég varð hérumbil alltaf að leiða hann, því að hann er svo lítill. Ég held í hægri hönd, eða vinstri hönd hans og það eru vettlingar á báðum höndum hans, en ég nota ekki vettlinga þegar vorið er komið; mér er sama þótt það sé ís fyrir norðurlandinu. Ég leiði hann fram og aftur um hlaðið, út á túnið, heim á hlað aftur, þannig áfram í sífellu. En þó að ég hafi sagt, að mér kæmi ekki við ísinn sem flaut í óendanlegri vídd fyrir norðurströndinni, þá var það misskilningur. Það næddi um bera fótleggi mína og gegnum þunna léreftsskyrtuna. Ef hér væri lítill fjörpatti, sem hægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.