Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 67
MIKAIL SJÓLÓKOFF: Þegar NASTAJA lagðist í reyfaralestur Ófriðurinn tej'gði arma sína um landið — jafnvel litla Jjorpið úti á endalausum gresjunum við Don var orðið honum að bráð. í húsagörðum og undir hlöðuveggjum stóðu sjúkrabifreiðar og flutn- ingsvagnar, en hervirkjabílar úr Rauða hernum fóru um strætin; risastórir vörubílar, háfermdir þykkum, nýsöguðum pílviðarborð- um, stefndu til árinnar. Loftvarnavirki var reist í aldingarðinum, ekki fjarri torginu, byssurnar stóðu fast upp að trjánum, huldar laufblöðum af miklum hagleik. Sölnað gras lá á víð og dreif um jörðina, frá því er skotgrafir höfðu verið gerðar þarna fyrir skemmstu; og um ógnþrungið hlaupið á þeirri byssunni, sem næst var götunni, vöfðust hlýlega breiðar greinar eins eplatrésins, sem alsett var Antonóvka eplum, óþroskuðum og ljósgrænum. Svíagintseff gaf Nikolaj vænt olnbogaskot, og mælti hátt og fjör- lega: „Þarna er þá eldhúsið okkar, Mikkóla! Reyndu nú að hressa þig við, bróðir sæll! Hér er fljót og vatn og gott að hvíla sig, og þarna sérðu hann Petka Lissisjenkó með matinn. Geturðu óskað þér nokk- urs betra?“ Hersveitin nam staðar í stórum, vanhirtum aldingarði á bakka fljótsins. Nikolaj drakk kalt, hálfsalt vatnið í smáum teygum, hætti oftlega í miðju kafi, en bar skjólubrúnina jafnharðan að vörum sér aftur. Svíagintseff horfði á hann og mælti: „Það er alveg eins og þú sért að lesa bréfin frá honum syni þín- um: Þú lest dálítinn kafla,hættir síðan um stund, og byrjar svo aftur á nýjan leik. Eg er ekkert gefinn fyrir að draga hlutina svona á lang- inn, svo þolinmóður er ég nú ekki. Heyrðu, réttu mér fötuna, annars ertu viss um að belgja þig út til óbóta!“ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.