Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 67
MIKAIL SJÓLÓKOFF: Þegar NASTAJA lagðist í reyfaralestur Ófriðurinn tej'gði arma sína um landið — jafnvel litla Jjorpið úti á endalausum gresjunum við Don var orðið honum að bráð. í húsagörðum og undir hlöðuveggjum stóðu sjúkrabifreiðar og flutn- ingsvagnar, en hervirkjabílar úr Rauða hernum fóru um strætin; risastórir vörubílar, háfermdir þykkum, nýsöguðum pílviðarborð- um, stefndu til árinnar. Loftvarnavirki var reist í aldingarðinum, ekki fjarri torginu, byssurnar stóðu fast upp að trjánum, huldar laufblöðum af miklum hagleik. Sölnað gras lá á víð og dreif um jörðina, frá því er skotgrafir höfðu verið gerðar þarna fyrir skemmstu; og um ógnþrungið hlaupið á þeirri byssunni, sem næst var götunni, vöfðust hlýlega breiðar greinar eins eplatrésins, sem alsett var Antonóvka eplum, óþroskuðum og ljósgrænum. Svíagintseff gaf Nikolaj vænt olnbogaskot, og mælti hátt og fjör- lega: „Þarna er þá eldhúsið okkar, Mikkóla! Reyndu nú að hressa þig við, bróðir sæll! Hér er fljót og vatn og gott að hvíla sig, og þarna sérðu hann Petka Lissisjenkó með matinn. Geturðu óskað þér nokk- urs betra?“ Hersveitin nam staðar í stórum, vanhirtum aldingarði á bakka fljótsins. Nikolaj drakk kalt, hálfsalt vatnið í smáum teygum, hætti oftlega í miðju kafi, en bar skjólubrúnina jafnharðan að vörum sér aftur. Svíagintseff horfði á hann og mælti: „Það er alveg eins og þú sért að lesa bréfin frá honum syni þín- um: Þú lest dálítinn kafla,hættir síðan um stund, og byrjar svo aftur á nýjan leik. Eg er ekkert gefinn fyrir að draga hlutina svona á lang- inn, svo þolinmóður er ég nú ekki. Heyrðu, réttu mér fötuna, annars ertu viss um að belgja þig út til óbóta!“ 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.