Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 24
118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um, hve fáir vér erum og skammt á veg komnir í mörgum efnum.
Það er því mikil nauðsyn, að vér athugum vandlega, hvaða fyrir-
komulag muni henta oss bezt, svo að mistök í því efni verði ekki
til að draga úr mönnum kjark og tefja nauðsynlegar framfarir. í
fyrsta lagi er þess að gæta, að hér rísa tæplega upp iðnfyrirtæki, sem
hafi sjálf bolmagn til að hefja vísindalega vinnu í verulegum stíl,
enda hefur það fyrirkomulag ýmsa annmarka, eins og áður var sýnt.
Það væri t. d. varhugavert, ef nýjum aðferðum við meðferð fisk-
eða síldarafurða væri haldið leyndum eða þær takmarkaðar með
einkaleyfum við eitt fyrirtæki, þegar öllum iðnaði vorum gætu kom-
ið þær að liði.
Hér verður því tæplega um annað að ræða en háskólinn eða rik-
ið standi undir þeim framkvæmdum, sem gerðar verða:
Af háskólans hálfu virðist þess tæplega að vænta, eins og nú
standa sakir, að hann óski eftir að hafa afskipti af eða forgöngu
um náttúruvísindalega vinnu í landinu. Skömmu eftir að Rannsókn-
arstofa Háskólans var stofnuð og komin myndarlega á rekspöl und-
ir stjórn Níels Dungals, var hún losuð úr tengslum við háskólann,
og er ekki annað kunnugt en það hafi verið háskólanum sársauka-
laust.
Fyrir nokkrum árum bauðst háskólanum óvenjulega glæsilegur
liðsmaður, sem var þá þegar vel þekktur annarsstaðar en á íslandi
fyrir ágæta vísindalega vinnu í líffærafræði. Honum hafði verið
ætlaður kennarastóll hér við læknadeildina, en þar eð hann átti
ekki kóst á sæmilegúm skilyrðum til vísindaiðkana sinna hér, hvarf
hann af landi burt. Ekki er kunnugt, að háskólinn hafi lagt sig fram
til að sjá honum fyrir starfsskilyrðum og tryggja oss þar með hina
einstöku hæfileika hans. Skömmu síðar bauðst honum prófessors-
staða við merkan erlendan háskóla, og var hann þar tekinn fram
yfir ýmsa aðra.
Fleiri dæmi mætti nefna, sem virðist benda til, að það muni ekki
vera stefna háskólans að eiga þátt í vísindalegri vinnu að svo komnu
máli, nema í 'íslenzkri málfræði og sögu. Má ef til vill skoða um-
mæli rectoris magnifici í Stúdentablaðinu 17. júní s.I. sem stefnu-
yfirlýsingu um þetta atriði, en þar segir: „Deild þessi (þ. e. heim-
speki eða norrænudeild) á að sjálfsögðu að vera aðal vísindadeild