Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 60
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
NÝR ÁFANGI
Vér lifum enn og munum lifa næstu tíina í heimi félagslegra and-
stæðna. Hin örlagaríka barátta, sem háð hefur verið um langt skeið
milli auðvaldsstefnu og sameignarstefnu, tekur enn áratugi, ef ekki
aldir, þar til hver þjóð á jörðinni hefur tekið upp hið vísindalega
skipulag sameignarstefnunnar. Meðan þetta tímabil varir, getur eng-
in þjóð verið örugg um frelsi sitt. Auðvaldsstefnan er frá róturn
byggð á samkeppni, samkeppni einstaklinga, samkeppni auðhringa,
samkeppni ríkja. Eðli hennar er stríð, allra við alla, er hefst á stríði
milli einstaklinga, endar í heimsstyrj öld, hverri ofan í aðra, meðan
til eru nægilega voldugar auðvaldsþjóðir, sem þeirri styrjöld fá
hrundið af stað. Og meðan svo er, eiga ekki sízt smáþjóðir eins og
Islendingar alltaf á hættu, að frelsi þeirra verði rænt eða skert á
margvíslegan hátt.
Einn af styrjaldarháttum auðvaldsstefnunnar eru viðskiptin, og
um leið ágengnisháttur og fjársölsunar. Þó að vér lifum í friði og
höldum þjóðfrelsi, getur arðurinn af vinnu manna runnið úr landi
eftir ýmsum farvegum. Jafnvel af hverri eldspýtu, sem vér notum,
greiðum vér skatt til erlendra kónga, meðan arðránsskipulagið
helzt. í hinum stóru auðvaldsríkjum hafa brotizt til valda auðkóng-
ar, sem láta sér ekki nægja minna en skattleggja allan heiminn, og
veldi þeirra og fjármunir er, eins og vér vitum, margfallt meira en
liinna gömlu þjóðkónga. Meðan þessir drottnarar fá að ráða ríkjurn,
mega heimsþegnarnir hvergi um frjálst höfuð strjúka, þar sem yf-
irráð þeirra ná til.
Hvar sem vér gripum niður, yrði niðurstaðan sú, að frelsi þjóða
og einstaklinga er í hers höndum, meðan auðvaldsstefnan á sér veru-
legan mátt í heiminum, meðan voldug ríki eru til, sem stjórnað
er eftir hennar lögmálum.
Þessvegna er það, að þjóðfrelsið, er vér fögnuðum 17. j.úní, er
ekki algert. Vér megum vera þess viðbúnir að þurfa að standa ár-
vakran vörð um verndun lýðveldisins. Vér getum búizt við ágengni
í margskonar myndum.
íslendingar eru sjálfir ein af þeim þjóðum, sem búa við auð-