Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 60
KRISTINN E. ANDRÉSSON: NÝR ÁFANGI Vér lifum enn og munum lifa næstu tíina í heimi félagslegra and- stæðna. Hin örlagaríka barátta, sem háð hefur verið um langt skeið milli auðvaldsstefnu og sameignarstefnu, tekur enn áratugi, ef ekki aldir, þar til hver þjóð á jörðinni hefur tekið upp hið vísindalega skipulag sameignarstefnunnar. Meðan þetta tímabil varir, getur eng- in þjóð verið örugg um frelsi sitt. Auðvaldsstefnan er frá róturn byggð á samkeppni, samkeppni einstaklinga, samkeppni auðhringa, samkeppni ríkja. Eðli hennar er stríð, allra við alla, er hefst á stríði milli einstaklinga, endar í heimsstyrj öld, hverri ofan í aðra, meðan til eru nægilega voldugar auðvaldsþjóðir, sem þeirri styrjöld fá hrundið af stað. Og meðan svo er, eiga ekki sízt smáþjóðir eins og Islendingar alltaf á hættu, að frelsi þeirra verði rænt eða skert á margvíslegan hátt. Einn af styrjaldarháttum auðvaldsstefnunnar eru viðskiptin, og um leið ágengnisháttur og fjársölsunar. Þó að vér lifum í friði og höldum þjóðfrelsi, getur arðurinn af vinnu manna runnið úr landi eftir ýmsum farvegum. Jafnvel af hverri eldspýtu, sem vér notum, greiðum vér skatt til erlendra kónga, meðan arðránsskipulagið helzt. í hinum stóru auðvaldsríkjum hafa brotizt til valda auðkóng- ar, sem láta sér ekki nægja minna en skattleggja allan heiminn, og veldi þeirra og fjármunir er, eins og vér vitum, margfallt meira en liinna gömlu þjóðkónga. Meðan þessir drottnarar fá að ráða ríkjurn, mega heimsþegnarnir hvergi um frjálst höfuð strjúka, þar sem yf- irráð þeirra ná til. Hvar sem vér gripum niður, yrði niðurstaðan sú, að frelsi þjóða og einstaklinga er í hers höndum, meðan auðvaldsstefnan á sér veru- legan mátt í heiminum, meðan voldug ríki eru til, sem stjórnað er eftir hennar lögmálum. Þessvegna er það, að þjóðfrelsið, er vér fögnuðum 17. j.úní, er ekki algert. Vér megum vera þess viðbúnir að þurfa að standa ár- vakran vörð um verndun lýðveldisins. Vér getum búizt við ágengni í margskonar myndum. íslendingar eru sjálfir ein af þeim þjóðum, sem búa við auð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.